Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 125
KONUNGLEG BYLTING í ÍRAN
vandamálum leigúliðanna, tókst að
tefja þessa krossferð hans í nokkur
ár. Að lokurn, neyddi Shahinn þé til
þess að velja. „Breytið háttum ykk-
ar,“ s.agði hann við, auðmennina í
aðvörunartón," ella verður bylting,
'og ég mun þá stjórna henni.“
Shahinn var reiður, og honum var
full alvara. Hann leysti upp þingið,
sem stjórjarðeigendurnir stjórnuðu
J raun pg veru og hindrað: hafði
konung í því að , koma þessum
áformum sínum í framkvæmd. Og
svo lagði hann mál þetta fyrir þjóð-
ina,: ,og þann , 26, janúar árið . 1963
lýsti hann yfir því, að nú skyldu
hefjast endurbætur á fjölmörgum
sviðum. Hann kallar þetta „byltingu
ofan frá“. Þar á meðal má telja
skiptingu stórjarða meðal leiguliða
og aðrar umbætur á sviði landbún-
aðar, almennan kosningarétt og al-
gera .endurskoðun kosningalaganna,
þjóðnýtingu skóganna, almennings-
hlutafélög í. iðpaðinum og stofnun
liðssveitar, gem ráðast skyldi gegn
ólæsinu, Langsamlega mestur hluti
þjóðarinnar samþykkti þessar fyrir-
astlanir keisarans við þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
ÁGÓÐ! HANDA SMÁBÆNDUM.
Skipting stórjarðanna var auð-
vitað langsamlega mest aðkallandi,
því að uni 16 milljónir leiguliða
höfðus! við i leirkofum í 54.000 af-
skekktum sveitaþorpum. Viðurværi
þeirra var lélégt, og sama var að
segja um hreinlæti bg hollustuhætti.
Þar sáust varla skólar né læknar.
Þetta voru sarinkölluð miðaldaþörp,
og auðugir og valdamiklir stórjarð-
éigéndur áttu 10.000 þessara þorpa
123
og allt bezta landið. En með hinpm
stórkostlega sigri keisarans lagðist
það niður með öllu, að stórjarðeig-
endur ættu sveitaþorp eða jafnvel
fjölda þorpa.
Fjórum árum síðar hefur nú 71
þús. stórum jörðum og jarðeignum
. stórjarðeigenda. og, minni háttar
jarðeigenda í samtals 52.818 þorp-
urri verið skipt á milli 2.316.000
bændafjölskyldna eða meira en
11.415.000 manns. Tugir þúsunda
keyptu sjálfir sinn . landskika við
skiptinguna, en þúsundir kusu held-
ur áð leigja jarðnæði til 30 ára. • -
Það lagðist alveg niður, að leigulið-
ar og smábændur yrðu að greiða
stórbændum mikinn hluta afrakst-
urSins, Að vísu er enn of snemmt
að meta velgengni þessara endur-
bóta, én samt er margt, sem bendir
til þess, að þetta muni ganga vei,
og segja má, að hin sálfræðilegu
áhrif á þjóðina. hafi vérið kynngi-
mögnuð.. ■ , •
Núná er keisarinn að hefja loka-
þátt éndurbóta sinna á sviði land-
búnaðarins, og má segja, að þar sé
um róttækustu : breytingarnar að
ræða. Þár er um að ræða búskap,
sem grundvallast á stofnun almenn-
ingshlutafélaga. Allt landsvæði heils
sveitaþorps verður yrkt af þorpsbú-
um í sámeiningu, sem Væri þár úm
einn búgarð áð ræða. Keisarinn
hugsar sér framkvæmdina þannig.
að smábændur fái hlutabréf í hluta-
félaginu í skiptúm fyrir ekrur sín-
ar, og- yrði :slíkur risábúgarður rek-
inn sem iðnaður. ■
■En keisarinn er einnig að hrinda
í framkvæmd umbótum á fleiri
sviðum, og má þar helzt nefna