Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 43

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 43
MUN RÍSA MANNABYGGÐ Á TUNGLINU? 41 af innilokunaróttanum, sem að lík- indum mundi þjá suma, er raunar fyrir hendi, en ekki yrði þetta neitt á móts við að vera í kafbát neðan- sjávar langtímum saman, eða í geimklefa til reynslu vikum sam- an, en til hvorttveggja starfans fást fleiri en kost eiga. Og varla er nein hætta á því að ekki fáist nógu margir til að búa í jarðhýsum á tunglinu. Búast má við að börn kunni að fæðast þar, og vaxi þau þar upp, þekkja þau ekkert annað. Vel má vera að þeim verði bilt við, og ærist jafnvel, ef þau fara til jarðar- innar, og er hleypt þar út undir bert loft. Meðal annarra orða, mundi tunglbúa þykja fýsilegt að fara hingað aftur, eftir að hafa lifað þægilega áhættulausu lífi þar, og væri orðinn því vanur? Þessi spurn- ing er ekki út í bláinn, því hún felur í sér þann mun, sem er á að- dráttarafli jarðarinnar og tungls- ins, og þetta er hið eina af sér- kennum tunglsins, sem ekki er hægt að breyta að nokkru marki, og mun þurfa mikið átak til að venj- ast því, yfir á hvorn hnöttinn sem flutt er. MIKLU MINNI HNÖTTUR. Svo sem alkunnugt er, er tungl- ið miklu minna en jörðin, og að- dráttarafl þess sjötti hluti af að- dráttarafli jarðarinnar. Maður sem lenti á tunglinu í fyrsta skipti, mundi eiga óhægt um gang, fyrst, og þurfa að gæta vel að sér í hverju spori, og honum mundi finnast hann vera svifléttur. Stökkvi hann í loft upp mun hann svífa miklu hærra og vera lengur uppi en á jörðinni, en hann má samt vara sig, því skellurinn verður jafn harður þeg- ar niður kemur. Allir hlutir verða miklu léttari, en tregðulögmálið orkar þarna eins. Tunglfarinn verð- ur því að læra að ganga og læra að hreyfa sig eftir öðrum skilyrð- um en hann átti að venjast, annars lifir hann ekki nóttina né daginn af. Auk þessa, sem hér var getið, er ýmislegt enn á huldu um það hvern- ig mannslíkami svari þessum breyttu skilyrðum. Hvaða áhrif mun þetta geta haft á hjarta, nýru, og efnahlutföll líkamans? Þessu er ó- svarað enn, og verður varla svar- að nema af reynslunni. Þó að það muni taka tíma og að- gæzlu, svo ekki sé meira sagt, að venjast muninum á aðdráttarafli tungls og jarðar, er varla ástæða til að búast við að þessir örðug- leikar verið óyfirstíganlegir, held- ur benda flestar líkur til þess að á þeim verði ekki tiltakanlega mikill vandi að sigrast. Setjum svo að allt þetta takist, að nýlendan á tunglinu þrífist hið bezta nái viðgangi og vexti. Hvað mundi hljótast af því? Mundum við jarðarbúar hafa af því nokkurt gagn? Eitt er víst: það eru engar líkur til að tunglið taki við neinu af þeim mannfjölda, sem umfram er hér og mun verða, svo að um muni. Á næstu 50 árum eru engar líkur til þess að útflytjendur héðan og þang- að nemi nema nokkrum þúsundum í allt. Ekki eru heldur líkur til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.