Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
Það skeði á friðsælum
sumardegi í Eyjahafi.
Það var norðvestan
vindur. Hið fagra ey-
land, Santorini, lá bað-
að í sól 70 mílum norður af Krít.
Höfn eyjarinnar var full af skip-
um. Aldingarðar hennar stóðu í
blóma, hlaðnir ávöxtum. Fólk bað-
aði sig í heitum uppsprettulindun-
um frá hinu mikla fjalli á miðju
eyjarinnar og við gufuna, sem steig
uppúr sprungum í fjallinu, ráðg-
uðust þeir við véfréttina.
Allt í einu tók hið mikla fjall,
4900 feta hátt, að skjálfa, og opn-
aðist síðan í eldgosi ólýsanlegu að
styrkleika. Þegar eldregninu loks
linnti, hvarf miðhluti eyjarinnar í
djúpa holu, sem myndazt hafði und-
ir yfirborði sjávar. Sá hluti eyjar-
innar, sem eftir varð, er nefndur
Santorini nú, og þessi hluti huldist
ösku. Þessi mikla sprenging ásamt
afleiðingum hennar olli breytingu
á sögu mannkynsins.
Jarðfræðirannsóknir hafa leitt
í ljós, að á 15. öld fyrir Kristburð
hefur átt sér stað gereyðandi jarð-
röskun, og vestræn menning muni
eiga rætur sínar að rekja til henn-
ar. Sú spurning hefur því lengi
verið á baugi, hvort sprengingin
mikla hafi átt sér stað um þetta
leyti og hvort hún hafi verið svo
stórkostleg, að hún hafi getað vald-
ið straumhvörfum í menningarsög-
unni.
Árið 1956, gerði Angelos Galan-
opoulos prófessor við Jarðskjálfta-
fræði stofnunina í Aþenu mark-
verða uppgötvun af hendingu. Á
eyjunni Thera, sem er ein af leif-
unum af hinni upphaflegu Santorni,
kom hann í námu, þar sem unnin
er aska til notkunar við steypu-
gerð. í botni námunnar fann hann
leifar af steinhúsi, sem bar það
með sér hafa eyðilagzt í eldi. í
þessu húsi voru hlutar af tjöru-
kennd.um viði og tennur úr karli og
konu. Efnagreining með geislum
leiddi í ljós að þessar manneskjur
myndu hafa látizt hérumbil árið
1400 f. Kr. eða á 15. öldinni fyrir
Krist. Eldfjallaaskan sem þakti
leifarnar var 100 fet á þykkt. Eld-
gosið, sem hafði orðið þessu fólki
að aldurtila, gat því hafa verið
öflugasta og stórfenglegasta eld-
gos veraldarsögunnar.
VATNSVEGGURINN.
Hversu öflugt var þá þetta eld-
gos á Santorini? Til þess að gera
sér einhverja hugmynd um það,
nota vísindamenn til samanburðar
eldgosið í Krakatoa í Austur-Ind-
íum 1883.
Þessi eldfjallaeyja sprakk við
sjávarmál og sjórinn flæddi inn í
sprunguna og inn yfir hrauflóðið.
Hinn ógurlegi kraftur, sem mynd-
aðist af gufu og gasi, sprengdi topp-
inn af Krakatoa, sem var 1460 feta
hátt fjall, og eldstólpinn þeytti
öskunni 33 mílur í loft upp og
björgum 50 mílna vegalengd, ský-
mökkurinn náði umhverfis jörðina
og roðalitaði sólarlagið svo, að
mánuði seinna, var slökkvilið
Connecticut og New York kallað út
til að slökkva eld, sem menn héldu
að kviknaður væri einhversstaðar
í þessum borgum. Þegar eldgosinu
lauk og kraftur þess var eyddur,