Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 29
Hún er ekki eins gömul og Rómaborg,
eklci eins glæst og París og elcki eins stórjengleg og New York
og ekki héldur eins stór og Tokyo,
en í mínum augum er Lundúnaborg mesta borg heimsins.
\
Eftir John Gunther.
Ég varð ástfanginn af
fcXgSiJb Lundúnum klukkan 4
að morgni síðla vors
árið 1922, þegar loftið
var sem grátt silki. Ég
var þá háskólanemi og var í fyrstu
ferð minni til Evrópu.
Og ég hef elskað Lundúnaborg
æ síðan. Hún er ekki eins gömul og
Rómaborg, ekki eins glæst og París
og ekki eins stórfengleg og New
York og ekki heldur eins stór og
Tokyo, en í.mínum augum er Lund-
únaborg mesta borg heimsins. Hún
býr yfir alls konar neikvæðum
eiginleikum, svo sem veðurfarinu
(hafið þið nokkurn tíma séð ósvik-
inn West Endbúa án þess að hann
sé með regnhlífina sína með sér?),
smáborgarhætti (svo sem lokunar-
tíma bjórstofanna) og þeirri furðu-
legu áherzlu, sem lögð er þar á
stéttaskiptinguna, jafnvel hvað
„lægri“ stéttirnar snertir (enginn
hefur næmari tilfinningu fyrir
stéttaskiptingu en ósvikinn „Cockn-
ey“ East Endbúi). En samt býr
borg þessi yfir töfrum og tign. Hún
lítur út fyrir að geta staðizt tím-
ans tönn, og það er viss glæsibrag-
ur yfir henni.
Lundúnir eru þreföld höfuðborg
(Englands, Sameinaða konungs-
dæmisins og brezka samveldisins í
senn) og telur rúma 8 milljón íbúa.
Hún telst þannig næststærsta borg
heimsins, svolítið stærri en New
York, en minni en Tokyo. Stór-
Lundúnir ná yfir 620 fermílna
svæði eða næstum tvöfalt borgar-
svæði New Yorkborgar. Thames-
fljót hlykkjast um hana í geysistór-
um hlykkjum líkt og þarmar, og
bútar hana þannig í sundur. Inn-
Reader's Digest
27