Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
Hiö lausa yfirborð er látiö hylja stöðvarnar, þeim til varnar.
Vatn, sem unnið væri úr sverði
tunglsins við slík skilyrði, mundi
vera unnið með rafgreiningu
(elektrolysis), til þess að leysa hið
bundna vatnsefni og súrefni. Súr-
efnið mætti svo hafa fyrir andrúms-
loft í jarðhúsunum.
Nóg mun vera þarna að finna
af málmgrýti. Stjörnufræðing'ar
hafa lengi álitið að tunglskorpan
sé gagnlík jarðskorpunni, og skeyt-
in frá gervihnöttum sem lentu þar,
staðfesta þetta. Úr málmgrýti
tunglsins mætti vinna málma og
leir, en einnig köfnunarefni og
kolsýru. Sumar tegundir málm-
grýtis, ásamt vatni og kolsýru,
mætti nota til jurtaræktar við raf-
ljós eða aðra birtu gerða af mönn-
um.
Mestu nýtni þyrfti að hafa við,
ef ekki ætti að verða þurrð og skort-
ur lífsnauðsynja, og yrði bezt fyrir
því séð með þeirri hringrás efn-
anna, sem raunar gerist hér á jörð.
Mennirnir, sem þarna hefðust við,
mundu anda að sér súrefni, éta og
drekka, anda frá sér kolsýru og
gefa frá sér önnur úrgangsefni, en
allt þetta, kolsýru, vatn og köfn-
unarefni (í þvagi) mundu jurtirnar
svo hafa sér til viðurværis, en láta