Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 11

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 11
MAÐURINN, SEM NEITAÐI AÐ DEYJA 9 að bíða eftir hreindýri, en það virt- ist ekki vera, því að litlu seinna sá hann hreindýr á næstu grösum, en úlfarnir létu það afskiptalaust og hurfu á braut. Síðla dags þess 28. febrúar kviknaði með honum vonarneisti. Klukkan var hálf fimm um daginn, þegar gnauðið í vindinum breytt- ist skyndilega í flugvéladyn. Ótrú- legt! Gauchie hlustaði andartak, en snaraðist síðan úr svefnpokanum og greip flugeldabyssuna og stökk út í snjóinn. í minna en 2000 feta hæð yfir honum var rauð Beavervél. Skjálfandi af æsingi skaut Gauchie flugeldi bein í loft upp, horfði á hann springa í geisla hnígandi sól- ar. Flugvélin hélt áfram sinni ferð, hvert sem henni var heitið, án þess að verða vör þessa merkis. Gauchie skaut aftur, en sá flugeldur sprakk langt fyrir aftan vélina, og það fór á sömu lund, að flugmaðurinn varð hans ekki var og flugvélin hvarf fljótlega og Gauchie stóð aftur einn í auðninni og horfði á eftir vélinni. Það, sem eftir lifði dagsins, hrelldi hann sjálfan sig með hug- leiðingum um það, sem hefði get- að verið, ef sézt hefði til hans. Næsta dag tók hann á þeim litlu kröftum, sem hann átti eftir og dróst út á ísinn að skrifa þar með fótum sínum SOS og HJÁLP, og enn afmáði vindurinn og mjallrok- ið vegsummerkin. KJARKURINN FJARAR ÚT Þann 5. marz þiðnuðu tærnar og sársaukinn ætlaði að æra hann, og allur líkami hans skalf af kvölum og í átta klukkustundir var hann annað veifið með óráð af kvölun- um. Að minnsta kosti einu sinni hafði hann vafið utan af tánum og gripið öxina og bjóst til að höggva tærnar af, en hafði þá ekki þrek til þess, og loks sofnaði hann örmagna. Um þetta leyti var hann. einna kjarkminnstur í þessum þrengingum sínum. Og hann skrif- aði: Þetta var hræðilega köld vika. Björgunin má ekki vera langt undan, ef hún á að koma í tæka tíð. Ég vona að ég finni frið með Guði mínum. Ég elska ykkur, stúlk- urnar mínar. Penninn skrifar ekki lengur. Biðjið fyrir mér.“ Hann var nú búinn með allan kost nema frosna silunginn. Hann átti þá ekkert eftir nema vonina. Hann hélt dauðahaldi í hana, því að hann vissi, að þegar hann hefði misst vonina væri líf hans farið um leið. Þann 12. marz flugu tvær vélar yfir vatnið, með klukkustundar millibili, en hvorug þeirra sá flug- eldana, sem Gauchie skaut í of- boði á loft. Hann var að vona, að ferðum flugvéla fjölgaði eftir því, sem dagurinn lengdist. Og það reyndist rétt, því að það komu tvær þarna yfir næstu viku, en það fór sem fyrr, að þær sáu hann ekki. Hann hafði flugeldabyssuna við hendina, annað gat hann ekki gert. Meinsemdin í tánum olli því að hann gat ekki lengur gengið um ísinn og myndað merki í snjóinn. Þann 16. marz skrifaði hann: — Ég sleikti innan dós undan lauk- súpu í dag. Það var öll máltíð mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.