Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 11
MAÐURINN, SEM NEITAÐI AÐ DEYJA
9
að bíða eftir hreindýri, en það virt-
ist ekki vera, því að litlu seinna
sá hann hreindýr á næstu grösum,
en úlfarnir létu það afskiptalaust
og hurfu á braut.
Síðla dags þess 28. febrúar
kviknaði með honum vonarneisti.
Klukkan var hálf fimm um daginn,
þegar gnauðið í vindinum breytt-
ist skyndilega í flugvéladyn. Ótrú-
legt! Gauchie hlustaði andartak, en
snaraðist síðan úr svefnpokanum og
greip flugeldabyssuna og stökk út
í snjóinn. í minna en 2000 feta hæð
yfir honum var rauð Beavervél.
Skjálfandi af æsingi skaut Gauchie
flugeldi bein í loft upp, horfði á
hann springa í geisla hnígandi sól-
ar. Flugvélin hélt áfram sinni ferð,
hvert sem henni var heitið, án þess
að verða vör þessa merkis. Gauchie
skaut aftur, en sá flugeldur sprakk
langt fyrir aftan vélina, og það fór
á sömu lund, að flugmaðurinn varð
hans ekki var og flugvélin hvarf
fljótlega og Gauchie stóð aftur einn
í auðninni og horfði á eftir vélinni.
Það, sem eftir lifði dagsins,
hrelldi hann sjálfan sig með hug-
leiðingum um það, sem hefði get-
að verið, ef sézt hefði til hans.
Næsta dag tók hann á þeim litlu
kröftum, sem hann átti eftir og
dróst út á ísinn að skrifa þar með
fótum sínum SOS og HJÁLP, og
enn afmáði vindurinn og mjallrok-
ið vegsummerkin.
KJARKURINN FJARAR ÚT
Þann 5. marz þiðnuðu tærnar og
sársaukinn ætlaði að æra hann, og
allur líkami hans skalf af kvölum
og í átta klukkustundir var hann
annað veifið með óráð af kvölun-
um. Að minnsta kosti einu sinni
hafði hann vafið utan af tánum
og gripið öxina og bjóst til að
höggva tærnar af, en hafði þá ekki
þrek til þess, og loks sofnaði hann
örmagna. Um þetta leyti var hann.
einna kjarkminnstur í þessum
þrengingum sínum. Og hann skrif-
aði:
Þetta var hræðilega köld vika.
Björgunin má ekki vera langt
undan, ef hún á að koma í tæka
tíð. Ég vona að ég finni frið með
Guði mínum. Ég elska ykkur, stúlk-
urnar mínar. Penninn skrifar ekki
lengur. Biðjið fyrir mér.“
Hann var nú búinn með allan
kost nema frosna silunginn. Hann
átti þá ekkert eftir nema vonina.
Hann hélt dauðahaldi í hana, því
að hann vissi, að þegar hann hefði
misst vonina væri líf hans farið um
leið.
Þann 12. marz flugu tvær vélar
yfir vatnið, með klukkustundar
millibili, en hvorug þeirra sá flug-
eldana, sem Gauchie skaut í of-
boði á loft. Hann var að vona, að
ferðum flugvéla fjölgaði eftir því,
sem dagurinn lengdist. Og það
reyndist rétt, því að það komu tvær
þarna yfir næstu viku, en það fór
sem fyrr, að þær sáu hann ekki.
Hann hafði flugeldabyssuna við
hendina, annað gat hann ekki gert.
Meinsemdin í tánum olli því að
hann gat ekki lengur gengið um
ísinn og myndað merki í snjóinn.
Þann 16. marz skrifaði hann: —
Ég sleikti innan dós undan lauk-
súpu í dag. Það var öll máltíð mín