Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
stöðvunum 4 eru fyrirhugaSar 10
vélasamstæður, í Búrfellsstöð 20 og
í Hrauneyjarfossstöð 6. Verður þá
vélastærðin í fyrrnefndri stöð 27.500
hestöfl, en í hinni síðari 24.000 hest-
öfl. Er þess getið, að svo stórir
vatnshverflar hafi verið smíðaðir í
Bandaríkjunum.
Þjórsárholtstöðin er hugsuð ólík
hinum stöðvunum að því leyti, að
hún á að hafa hverfla með lóðrétt-
um ásum, en hinar stöðvarnar eru
alíar með lárétta vélarása. Þessi
stöð og Hestfossstöðin hafa sömu
fallhæð, en ástæðan fyrir tilbreytn-
inni með vélaásana er sú, að fá
reynslu um muninn á rekstri hverfla
með lóðréttum og láréttum ásum í
þessum tveim stöðvum, sem eru að
öðru leyti eins. Þess er getið að í
Norðurálfu séu hvarvetna notaðir
hverflar með láréttum ásum en í
Bandaríkjunum séu mikið farnir að
tíðkast hverflar með lóðréttum ás-
um, er þykja taka minna rúm. Gert
er ráð fyrir að nota fullkomnustu
tækni, sem þekkist og að geta full-
nægt nútíma kröfum um stöðugleika
og öryggi í rekstri.
I flóðgáttum í stíflunum er ráð-
gert að nota hólklokur, en þær eru
orðnar algengastar við stórvirki og
eru mjög öruggar í rekstri. Við flóð
i ánni er þeim lyft þannig, að vatn-
ið rennur undir þær og má lyfta
þeim alveg upp fyrir vatnsborð. Auk
þess er ráðgert að nota sjálfvirkar
hleralokur til að hleypa niður rekst-
ursrennsli, þegar þarf, ef vél skyldi
stöðvast skyndilega og vatnsborð of-
an inntaks taka að hækka af þeirri
ástæðu. Slíkar sjálfvirkar hleralok-
ur mætti einnig nota í stað hólk-
anna í flóðgáttunum, en talið er
öruggara að vera óháður sjálfvirk-
um búnaði til að hleypa niður flóð-
rennsli. Flóðgáttirnar eru miðaðar
við að hleypa niður 2000 m3/sek.
rennsli, án aðstoðar hleranna eða
hverflanna.
Botnrásir eru nauðsynlegar við
byggingu stíflu til að hleypa rennsl-
inu í gegn, meföan verið er alð
byggja aðra hluti stíflunnar og síð-
ar við eftirlit á framhlið stíflu.
Ofan við hverja aflstöð er stór
inntaksþró eða uppistaða með lygnu
vatni, sem hindrar kælingu þess.
En eigi þarf að búast við mikilli
ísingu á inntaksristum við þessar
stöðvar, af því að vetur eru svo
mildir á Suðurlandi. O
Virkja má á hverjum stað aðeins
hluta aflsins, en gera verður þó öll
vatnsvirki í upphafi fyrir fulla virkj-
un og ráðgert er einnig að vélahúsin
verði fullbyggð í upphafi fyrir all-
ar vélasamstæður, en aðeins sumar
þeirra settar upp í byrjun. Fyrsta
virkjunarstig er hugsað %o af fullri
virkjun eða með afli til að nota 5
mán. eða lágrennslið, en næstu stig
verði svo framkvæmd með því að
bæta við vélasamstæðum smám sam-
an til fullvirkjunar á 7 mánaða
rennslinu. Miðlunarvirkin við stöðu-
vötnin eru hugsuð gerð um leið og
1. virkjunarstig stöðvanna er fram-
kvæmt.
Til þess að geta framkvæmt þess-
ar virkjanir þarf bráðabirgðaafl-
i) Kemur hér í ljós að Sætersmoen
hefir aldrei dvalið hér vetrarlangt, þessi
rannsóknarár sín. Vanmetur hann því ís-
ingarhættuna, þótt vatnshæðarmælingarn-
ar mistækjust á vetrum vegna íss í ánni.