Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 119
í LEIT AÐ FJÁRSJÓÐUM Á HAFSBOTNI
117
á bát og nauðsynlegum köfunarút-
búnaði, vekur slíkt samstundis eft-
irtekt, og yfirvöld fylkisins fara
þá tafarlaust á stúfana.
„Yfirvöld fylkisins álíta, að hér
sé ekki um eins konar leik að ræða,
helur atvinnurekstur og venjuleg
viðskipti", segir Carl J. Clausen
fornleifafræðingur, sem starfar á
vegum fornleifanefndar fylkisins.
Nefnin hefur aðeins 8 starfs-
mönnum á að skipa og mjög tak-
mörkuð fjárráð. Segja má, að sér-
hvert spænskt skipsflak við strend-
ur Floridafylkis sé ómetanleg
fornleifageymsla. Og þeir, sem að
björgun slíkra forleifa starfa upp á
eigin spýtur, tvístra oft ýmsum
gripum, sem sögulegt gildi hafa, og
eyðileggja þá, sé ekki haft eftirlit
með þeim. Þeir geta jafnvel ger-
eyðilagt flest sem hefur eitthvert
sagnfræðilegt gildi og á vegi þeirra
verður í einu af spænsku flökun-
um. Þetta gerðist einmitt við Flor-
idarifin í fyrra, þegar fjársjóða-
leitarmenn tóku skipsflak í sundur
á tveim vikum og brutu það allt
og brömluðu og höfðu ekkert upp
úr krafsinu nema tvo koparpen-
inga. Sérhvert flak er miklu meira
virði sem „fornleifanáma“ heldur en
gull- og silfurnáma (því að venju-
lega er ekki lengur um neitt gull
eða silfur að ræða í flökunum). Og
fylkisyfirvöldin vernda flökin sem
opinberar eignir.
Úr langsamlega flestum flökum
hafa fengizt heil ósköp af hömr-
um, öxum, gömlum byssum, siglu-
trénöglum, kaðalútbúnaði, látún-
diskum, göfflum, kertastjökum,
spennum og krukkum undan olífu-
olíu. Munir þeir, sem Wagner og
menn hans hafa fundið, varpa ljósi
yfir líf manna á landi og sjó eins
og því var. lifað klukkan 2 e.h. þ.
31. júlí árið 1715. Á því augnabliki
stöðvaðist hringrás tímans, hvað
skip þessi og áhafnir þeirra snerti.
Sjaldan er hægt að tímasetja forn-
leifar af slíkri algerri vissu.
Olausen og félagar hans, sem
eru í þjónustu fornleifanefndar-
innar, kafa alltaf niður í skips-
flökin með fjársjóðaleitarmönnun-
um. Ef kafari finnur pening, er
Clausen oft í aðeins tveggja feta
fjarlægð og fylgist með hverri hans
hreyfingu. Sérhver munur, fall-
byssukúla, gullkeðja eða leirkers-
brot, er skráður á kort, sem sýn-
ir hvar munurinn fannst.
Slík björgunarstarfsemi er ó-
skaplegum erfiðleikum bundin,
jafnvel í hinum tiltölulega rólega
og ylvolga sjó við strendur Flor-
ida. Oft er skyggnið aðeins 3 fet.
Sjávarföll og öldugangur mynda
talsverða strauma. Og ýmis sjáv-
ardýr gerast áleitin. Slíkar teg-
undir sem „sheepshead” (kindar-
haus) og „spadefish” (spaðafiskur)
gera mönnum ekki neitt mein, en
þarna morar allt í hákörlum af
fjölmörgum tegundum. Um þetta
segir Wagner svo: „Þarna er meira
af hákörlum en ég hef séð annars
staðar”. Enn hefur enginn hákarl
ráðizt á fjársjóðaleitarmennina, og
enn hafa hinir risavöxnu „barra-
cuda” ekki komið á vettvang.
Helztu hætturnar af völdum dýra
stafa af marglittutegund einni, sem
nefnist „portúgalskt herskip", en
stungur hennar valda geysilegum