Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 35
í LUNDÚNUM
33
skrautlegum gullhúðuðum vagni,
sem dreginn er af 6 stórfenglegum
hestum. Og' síðasta atriði þessara
hátíðahalda er svo borgarstj óra-
veizlan í Guildhall, mesta viðhafn-
arborðhald, sem þekkist í Englandi,
en þar flytur forsætisráðherra
landsins aðalræðuna.
Cityhverfið einkennist líklega
meira af alls konar fornum sið-
venjum og formfastri viðhöfn en
nokkur önnur fermíla á gervöllu
jarðríki, en hverfi þetta er samt að
breytast á ýmsan hátt eins og önn-
ur hverfi Lundúnaborgar.
Sé svipazt um í hverfinu og lit-
ið upp til húsþakanna, getur að líta
alveg nýja mynd, sé miðað við
Cityhverfið eins og það var fyrir síð-
ari heimstyrjöldina. Þegar er búið
að opna tvo „Pedways" (gangstíga
fyrir fótgangandi), sem gera mönn-
um fært að fara um viss svæði
hverfisins án þess að þurfa að hætta
sér út í umferðina. Og nú er búið
að gera áætlun um að leggja fleiri
slíka gangstíga. Og þar hefur þeg-
ar verið tekið í notkun furðuverk
það, sem ber heitið „travolator“,
en þar er um að ræða gangstétt,
sem hreyfist. Það er fyrsta gang-
stétt slíkrar tegundar í gervallri
Evrópu. Hún er á einni af stóru
neðanj arðarstöðvunum.
Það eru því margar hendur, sem
halda um stjórnvölinn í Lundúnum,
og því gegnir það furðu, að stjórn
borgarinnar skuli vera svo snuðru-
laus sem raun ber vitni um. Krún-
an, Parlamentið (þingið), ríkis-
stjórnin, borgarráð Stór-Lundúna,
borgarráð hinna ýmsu hverfa og
hið sérstaka ráð Cityh'verfisins,
allar þessar stofnanir hafa hönd í
bagga með stjórn borgarinnar. Víða
eru því tengsl og flækjur, og ætti
því oft að vera um árekstra að ræða,
því að ekki er hæfni allra þessara
stofnana eins og á yrði kosið og
* einkennist enda oft af miðalda-
hætti. En samt myndar þetta
„púsluspil" vel starfhæfa heild
hæfrar stjórnar. Ef til vill er ástæð-
an sú, að helzta markmiðið, sem
stefnt er að með stjórn borgarinn-
ar, er velferð hins almenna borg-
ara. Einnig mætti nefna sem mögu-
lega ástæðu, að stjórnin einkenn-
ist af heiðarleika, hófsemi og sann-
girni. Hið forna verður að hinu
nýja, en grundvallarkröfurnar, sem
gerðar eru og unnið er eftir, verða
samt óbreyttar þrátt fyrir allar
breytingarnar. Lundúnaborg líkist
rnanni, sem hefur framkvæmt hið
furðulega kraftaverk að standast
árásir Elli kerlingar án þess að láta
í minni pokann .......... að lifa
ellina af.
Gott ráð til þess að reyna hve minnugir menn eru, er að spyrja þá
af hverju þeir hafi helzt áhyggjur fyrir ári eða tveimur árum.
Bjartsýnismaður sér allt I skærum litum, bölsýnismaður í svörtum,
en vitur maður er litblindur.