Úrval - 01.01.1968, Síða 35

Úrval - 01.01.1968, Síða 35
í LUNDÚNUM 33 skrautlegum gullhúðuðum vagni, sem dreginn er af 6 stórfenglegum hestum. Og' síðasta atriði þessara hátíðahalda er svo borgarstj óra- veizlan í Guildhall, mesta viðhafn- arborðhald, sem þekkist í Englandi, en þar flytur forsætisráðherra landsins aðalræðuna. Cityhverfið einkennist líklega meira af alls konar fornum sið- venjum og formfastri viðhöfn en nokkur önnur fermíla á gervöllu jarðríki, en hverfi þetta er samt að breytast á ýmsan hátt eins og önn- ur hverfi Lundúnaborgar. Sé svipazt um í hverfinu og lit- ið upp til húsþakanna, getur að líta alveg nýja mynd, sé miðað við Cityhverfið eins og það var fyrir síð- ari heimstyrjöldina. Þegar er búið að opna tvo „Pedways" (gangstíga fyrir fótgangandi), sem gera mönn- um fært að fara um viss svæði hverfisins án þess að þurfa að hætta sér út í umferðina. Og nú er búið að gera áætlun um að leggja fleiri slíka gangstíga. Og þar hefur þeg- ar verið tekið í notkun furðuverk það, sem ber heitið „travolator“, en þar er um að ræða gangstétt, sem hreyfist. Það er fyrsta gang- stétt slíkrar tegundar í gervallri Evrópu. Hún er á einni af stóru neðanj arðarstöðvunum. Það eru því margar hendur, sem halda um stjórnvölinn í Lundúnum, og því gegnir það furðu, að stjórn borgarinnar skuli vera svo snuðru- laus sem raun ber vitni um. Krún- an, Parlamentið (þingið), ríkis- stjórnin, borgarráð Stór-Lundúna, borgarráð hinna ýmsu hverfa og hið sérstaka ráð Cityh'verfisins, allar þessar stofnanir hafa hönd í bagga með stjórn borgarinnar. Víða eru því tengsl og flækjur, og ætti því oft að vera um árekstra að ræða, því að ekki er hæfni allra þessara stofnana eins og á yrði kosið og * einkennist enda oft af miðalda- hætti. En samt myndar þetta „púsluspil" vel starfhæfa heild hæfrar stjórnar. Ef til vill er ástæð- an sú, að helzta markmiðið, sem stefnt er að með stjórn borgarinn- ar, er velferð hins almenna borg- ara. Einnig mætti nefna sem mögu- lega ástæðu, að stjórnin einkenn- ist af heiðarleika, hófsemi og sann- girni. Hið forna verður að hinu nýja, en grundvallarkröfurnar, sem gerðar eru og unnið er eftir, verða samt óbreyttar þrátt fyrir allar breytingarnar. Lundúnaborg líkist rnanni, sem hefur framkvæmt hið furðulega kraftaverk að standast árásir Elli kerlingar án þess að láta í minni pokann .......... að lifa ellina af. Gott ráð til þess að reyna hve minnugir menn eru, er að spyrja þá af hverju þeir hafi helzt áhyggjur fyrir ári eða tveimur árum. Bjartsýnismaður sér allt I skærum litum, bölsýnismaður í svörtum, en vitur maður er litblindur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.