Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
Enda þótt Plutark væri Grikki,
hafði hann enga minnimáttarkennd
gagnvart Rómverjum eða af því að
vera rómverskur borgari og al-
mennt virðist hann hafa verið
bjartsýnn í stjórnmálalegum og fé-
lagslegum efnum. Þetta voru góðir
tímar til að lifa á. Hann trúði
á rómverska forystu vegna þess
að Grikkir væru ófærir um að
koma á fót stóru hellensku ríki.
Tími Grikkja var liðinn. íbúa-
fjöldi landsins hafði minnkað og
fyrir tveimur öldum hafði land-
ið misst sjálfstæði sitt í orrust-
unni við Korintuborg. Þegar Plut-
ark fjallar um ævi Flamminiusar
ræðir hann gallana á grískum
stjórnmálum.
„Ef við undanskiljum sigurinn
við Maraþon, sjóorrustuna við Sal-
amis, orrustuna á Platea og Thermo-
polae og árás Cimons við Euryme-
don, þá hafa Grikkir háð allar sín-
ar orrustur innbyrðis og til að
hneppa sjálfa sig í fjötra. Grikk-
land reisti öll sín sigurmerki sjálfu
sér til skammar og ógæfu og met-
orðagirnd og aðrar ódyggðir mestu
manna landsins varð því loks að
falli og lagði það í rúst.“
Þrátt fyrir þetta, var það ekk-
ert sorgarefni, í augum Plutarks
að Rómverjar stjórnuðu Grikklandi.
Það var ágætt fyrir landið að vera
hluti af stóru og traustu heims-
veldi.
Grísk tunga og grískir siðir voru
hluti af menntun ráðandi stéttar í
Rómaveldi og Gríkkir voru, það
sem nú myndi vera nefnt fyrsta
flokks borgarar í Hinu rómverska
keisaradæmi. í Hliðstæðar ævir,
hefur Plutark sennilega ætlað að
sanna samtíma sínum og síðari tím-
um hversu miklir Grikkir væru
fyrir sér, með því að bera þá sam-
an við Rómverja, en atgervi þeirra
var öllum augljóst. Hann ber sam-
an ævi ýmissa Grikkja og Róm-
verja og þessi samanburður er
vissulega ekki gerður til að halda
um of fram grískum hetjudáðum
á kostnað Rómverja heldur til að
sýna hversu margt var líkt með
mikilmennum beggja þessara þjóða.
En Plutark fellur ekki vel hug-
myndafræðilegar rökræður í sögu.
Hann telur það heldur ekki sitt
verk að segja frá hetjudáðum lið-
inna tíma og sem slíkur skrifari
hefur hann sett saman stórkost-
legt verk, því að það spannar yfir
alla sögu þessara tveggja þjóða frá
því goðsagnapersónurnar Þeseus og
Romulus koma til sögunnar og fram
á hans eigin daga.
Það hefur verið sýnt fram á
margar skekkjur og rangfærslur
staðreynda og margar smásagnanna,
sem hann segir, eru vafalaust
skáldskapur, en samt er verk hans
firna mikill sjóður og safn þekk-
ingar.
Það er ekki vitað í hvaða röð
Plutark vann verk sitt Hliðstæðar
ævir, en það er ekki ósennilegt,
að hann hafi ritað síðast goðsagn-
irnar um Þeseus og Romúlus og
einnig sögurnar um Solomon og
Numa. Hann hefur fikrað sig aftur
á bak frá sagnfræðinni til goðsagna.
Enda þótt Grikkirnir hugsuðu flest
ekki ósvipað okkur í dag og lögðu
grundvöllinn að bæði almennri sögu
og náttúrusögu, höfðu þeir ófull-