Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 60

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL Enda þótt Plutark væri Grikki, hafði hann enga minnimáttarkennd gagnvart Rómverjum eða af því að vera rómverskur borgari og al- mennt virðist hann hafa verið bjartsýnn í stjórnmálalegum og fé- lagslegum efnum. Þetta voru góðir tímar til að lifa á. Hann trúði á rómverska forystu vegna þess að Grikkir væru ófærir um að koma á fót stóru hellensku ríki. Tími Grikkja var liðinn. íbúa- fjöldi landsins hafði minnkað og fyrir tveimur öldum hafði land- ið misst sjálfstæði sitt í orrust- unni við Korintuborg. Þegar Plut- ark fjallar um ævi Flamminiusar ræðir hann gallana á grískum stjórnmálum. „Ef við undanskiljum sigurinn við Maraþon, sjóorrustuna við Sal- amis, orrustuna á Platea og Thermo- polae og árás Cimons við Euryme- don, þá hafa Grikkir háð allar sín- ar orrustur innbyrðis og til að hneppa sjálfa sig í fjötra. Grikk- land reisti öll sín sigurmerki sjálfu sér til skammar og ógæfu og met- orðagirnd og aðrar ódyggðir mestu manna landsins varð því loks að falli og lagði það í rúst.“ Þrátt fyrir þetta, var það ekk- ert sorgarefni, í augum Plutarks að Rómverjar stjórnuðu Grikklandi. Það var ágætt fyrir landið að vera hluti af stóru og traustu heims- veldi. Grísk tunga og grískir siðir voru hluti af menntun ráðandi stéttar í Rómaveldi og Gríkkir voru, það sem nú myndi vera nefnt fyrsta flokks borgarar í Hinu rómverska keisaradæmi. í Hliðstæðar ævir, hefur Plutark sennilega ætlað að sanna samtíma sínum og síðari tím- um hversu miklir Grikkir væru fyrir sér, með því að bera þá sam- an við Rómverja, en atgervi þeirra var öllum augljóst. Hann ber sam- an ævi ýmissa Grikkja og Róm- verja og þessi samanburður er vissulega ekki gerður til að halda um of fram grískum hetjudáðum á kostnað Rómverja heldur til að sýna hversu margt var líkt með mikilmennum beggja þessara þjóða. En Plutark fellur ekki vel hug- myndafræðilegar rökræður í sögu. Hann telur það heldur ekki sitt verk að segja frá hetjudáðum lið- inna tíma og sem slíkur skrifari hefur hann sett saman stórkost- legt verk, því að það spannar yfir alla sögu þessara tveggja þjóða frá því goðsagnapersónurnar Þeseus og Romulus koma til sögunnar og fram á hans eigin daga. Það hefur verið sýnt fram á margar skekkjur og rangfærslur staðreynda og margar smásagnanna, sem hann segir, eru vafalaust skáldskapur, en samt er verk hans firna mikill sjóður og safn þekk- ingar. Það er ekki vitað í hvaða röð Plutark vann verk sitt Hliðstæðar ævir, en það er ekki ósennilegt, að hann hafi ritað síðast goðsagn- irnar um Þeseus og Romúlus og einnig sögurnar um Solomon og Numa. Hann hefur fikrað sig aftur á bak frá sagnfræðinni til goðsagna. Enda þótt Grikkirnir hugsuðu flest ekki ósvipað okkur í dag og lögðu grundvöllinn að bæði almennri sögu og náttúrusögu, höfðu þeir ófull-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.