Úrval - 01.01.1968, Side 55

Úrval - 01.01.1968, Side 55
MESTI SKEMMDARVARGUR JARÐARINNAR 53 stærð, og synt hálfa mílu eftir skolpræsum og skriðið síðan upp um skolprörin í einhverju íbúðar- húsinu. Rottur eru félagsverur og búa saman í hópum. í rannsóknum á rannsóknarstofum hefur það komið í ljós, að sé ókunn karlrotta sett í búr, þar sem fyrir er heill rottu- hópur, munu rotturnar ráðast á óboðna gestinn. En þar er ekki um að ræða bardaga í þeim skilningi, sem maðurinn leggur í það orð. Einhver rotta úr rottuhópnum skýtur upp kryppunni og stekkur á óboðna gestinn. Hún beitir fram- löppunum og glefsar oft í eyru og hala innrásarseggsins. Óboðni gest- urinn svarar aldrei í sömu mynt. Og bitin hafa engin áhrif, vegna þess að rotturnar hafa mjög þykka húð. Þessi árás tekur aðeins nokkr- ar sekúndur, en eftir nokkrar slík- ar árásir hefur innrásarseggurinn oft lagzt endilangur. Hann liggur alveg máttlaus, og öndunin er hröð og óregluleg. Og nokkru eftir þessar árásir, sem virðast alveg gagns- lausar, drepst innrásarseggurinn venjulega. Það getur verið um að ræða allt frá 90 mínútum upp í nokkra daga eftir árásirnar. Enn þá hefur ekki fengizt nein líffræði- leg skýring á þessum dauða hinnar ókunnu rotta. Hvorki hafa fundizt alvarleg sár né innri blæðingar enn þá. Rotta í búri gæti náð mjög há- um rottualdri eða allt að 3 árum, en villtar rottur lifa venjulega ekki lengur en 9 mánuði. Þær ná næstum aldrei tveggja ára aldri. Þær geta aukið kyn sitt í hvaða mánuði ársins sem er. Fjöldi rottu- unganna er venjulega 5—10, en dæmi eru til um allt að því 17 rottuunga í einu og sama rottu- hreiðri. Við hin beztu lífsskilyrði gæti eitt rottupar hafa eignazt 350 milljónir afkomenda á 3 árum, sam- kvæmt útreikningum, sem gerðir hafa verið. Meindýraeyðar hafa notað allar þær eiturtegundir, sem til eru. En þótt 95% af rottum á einhverju vissu svæði séu drepnar í herferð gegn þeim, er rottufjöld- inn orðinn þar svipaður og áður eftir eitt ár. Rottan er neydd til þess að halda áfram að naga og naga vegna of- vaxtar framtannanna. Þær eru hár- beittar og koma í Ijós 8—10 dög- um eftir fæðinguna. Þær taka strax að vaxa með vaxtarhraða, sem nemur 5 þumlungum á ári. Rottan verður stöðugt að sverfa af þeim, og hún gerir það með því að naga og tyggja. Missi rotta fram- tönn í efri góm eða skekkist hún af einhverjum orsökum, getur framtönnin á móti vaxið alveg í gegnum efri kjálkann og stungizt inn í heilann. Rottur hafa valdið rafmagnsbilun í heilum hverfum í New York með því að naga í sundur blýslíður, sem eru utan um raf- strengi. Rotta, sem hamast við að naga í vörugeymsluhúsi, getur nag- að sig inn í tylftir af sekkjum og í gegnum þá á einni klukkustund, sekkjum sem innihalda hveiti, fóð- ur, kaffi eða hvers konar önnur matvæli. Hvar sem rottan fer, breiðir hún út smitandi sjúkdóma. Hún er jafn- mikil ógnun við heilbrigði manna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.