Úrval - 01.01.1968, Síða 34
32
ÚRVAL
deilur, eftir að glæpamenn réðust
að þrem óvopnuðum lögregluþjón-
um á götu í Lundúnum í fyrra og
skutu þá til bana. Yfirvöld Scot-
land Yards virðast yfirleitt fylgj-
andi þeirri stefnu, að hafa skuli í
heiðri hina gömlu erfðavenju, sem
beinist gegn því, að lögreglan beri
vopn. Og eru ástæður þeirra tvær:
Væri lögreglan vopnuð, mundi slíkt
hvetja glæpamennina til þess að
vopnast. Og þeir álíta í öðru lagi,
að vald lögreglunnar eigi að vera
byggt á algerri, vinsamlegri sam-
vinnu hennar við almenning. Það
mætti bæta því við, að mútuþægni
og önnur spilling er næstum al-
gerlega óþekkt fyrirbrigði innan
Lundúnalögreglunnar.
„THE CITY“ (Cityhverjið)
Helzta virki Lundúna, hjarta
þeirrar risaveru, sem Lundúna-
borg er, gengur undir nafninu
„City“ (Cityhverfið). Þetta er ör-
lítill skiki, sem er aðeins 1,03 fer-
míla að stærð, en er samt fjármála-
miðstöð konungsdæmisins .... og
var eitt sinn fjármálamiðstöð alls
heimsins. Þar eru til húsa Eng-
landsbanki, Loydsvátryggingarfé-
lagið og Kauphöllin. Þar má sjá
útibú fleiri erlendra banka en í
nokkurri annarri borg heimsins og
þar að auki 800 útibú brezkra banka.
Nokkrir af sendiboðum hinnar
gömlu „City“ bera enn háa, harða
viðhafnarhatta við vinnu sína.
Cityhverfið hefur engin opinber
tengsl við aðra hluta Lundúnaborg-
ar. Það hefur jafnvel sitt eigið lög-
reglulið. Borgarstjóri þess er mjög
þekktur embættismaður í Bret-
landi, og ganga margir með þær
grillur í kollinum, að hann sé æðsti
stjórnandi allrar Lundúnaborgar.
En sannleikurinn er sá, að hann
hefur engin völd utan hins pínu-
litla Cityhverfis, en innan hverf-
isins er hann æðstur allra embætt-
ismanna Bretlands að ríkisstjórn-
andanum undanskildum.
Kjósendur Cityhverfisins eru
ekki margir, þar sem flest starfandi
fólk í hverfinu býr utan marka
þess og kýs því í öðrum hverfum.
Kjósendur kjósa 25 borgarfulltrúa
og 159 almenna borgarráðsmenn,
sem mynda í sameiningu ráð, sem
nefnist Court of Common Council.
Sumar kj ördeildirnar bera
skemmtilega fáránleg nöfn eins og
Cheap (Ódýrt), Farringdon Within
og Farringdon Without (F. að inn-
an og F. að utan eða F. án). Æðsti
maður ráðsins er borgarstjórinn
(Lord Mayor) í hverfinu. Gegnir
hann starfinu í aðeins eitt ár og
er kosinn af borgarfulltrúaráðinu
(Court of Aldermen).
Það er geysilega mikið um dýrð-
ir, þegar hann er settur í embætti
sitt eftir öllum kúnstarinnar regl-
um samkvæmt fornum venjum.
Helztu embættismenn Cityhverfis-
ins sækja guðsþjónustu í St. Law-
rence Jewy, kirkju, sem byggð var
af kirkjubyggingarmeistaranum
Christopher Wren. Eru þeir þá
klæddir dýrðlegum, eldrauðum eða
heiðbláum skikkjum. Næsta dag er
svo skrúðganga borgarstjórans, og
er hún einn mesti viðhafnaratburð-
ur Lundúnaborgar. Borgarstjórinn
ekur niður eftir Lundgatehæð í átt-
ina til Law Courts í geysilega