Úrval - 01.08.1970, Page 21

Úrval - 01.08.1970, Page 21
19 SEGIfí MÖNNUM YKKAR í MOSKVU ir á hægri hönd sáum við sem snöggvast ferskt laufskrúðið í Tier- garten, sem orðið var fagurrautt í skini rísandi sólar. Annar sólríkur dagur var að renna upp. Er við sveigðum inn í Wilhelm- strasse komum við auga á mann- þyrpingu úti fyrir utanríkisráðu- neytinu. Þó að þegar væri bjart orðið, lék skært kastljós um inn- ganginn, og tjaldhiminn af járni yfir honum. Við komumst að því, að mannþyrpingin var samansafn fréttalj ósmyndara, kvikmyndatöku- manna og blaðamanna. Skjalavörð- urinn stökk fyrstur út úr bifreið- inni og svifti hurðinni upp á gátt. Um leið og við stigum út vorum við blindaðir af ljósblossum. Frétta- ritarar blaða og fréttastofnana þrengdu sér utan um okkur og hlupu á undan okkar til að taka myndir er við gengum upp ríku- lega teppalagða stigana upp á aðra hæð. Skrifstofa ráðherrans var fyr- ir endanum á löngum gangi. Eftir honum endilöngum stóðu einkenn- isklæddir menn í réttstöðu. Þegar við birtumst slógu þeir saman hæl- um og heilsuðu með lyftum armi að fasista sið. Við gengum til hægri og vorum komnir í skrifstofu ráð- herrans. Fjarst dyrum stóð langt borð. A upphækkun í horninu andspænis stóð hringlaga borð þar sem mest fór fyrir þungum lampa með stór- um skermi. Umhverfis það stóðu stólar á tvístringi. Ribbentrop sat einn við skrifborð sitt í óbrotnum, móleitum stjórnarbúningi. Er við komum að borðinu stóð hann á fætur, kinkaði þögull kolli og vís- aði okkar að fylgja sér að hring- borðinu í hinum enda herbergis- ins. Andlit hans var rautt og þrút- ið, augun dauf og bólgin. Hann gekk á undan okkur, álútur og allt að því reikull í spori. Ég var að velta því fyrir mér, hvort hann væri drukkinn. Þegar við vorum setztir við borð- ið og Ribbentrop hóf máls, reynd- ist grunur minn réttur. Hann var greinilega meira en slompaður. Ó- greinilega, og hnjótandi um hvert orð, lýsti hann því yfir að þýzka stjórnin hefði í höndum upplýsing- ar um aukinn samdrátt Ráðstjórn- arherja við landamæri Þýzkalands. Án þess að skeyta um þá staðreynd, að undanfarnar vikur hafði Ráð- stjórnarsendiráðið, eftir fyrirmæl- um frá Moskvu, hvað eftir annað vakið athygli þýzku stjórnarinnar á augljósum griðrofum þýzkra her- manna og flugvéla við landamæri Ráðstjórnarríkjanna, staðhæfði hann að hermenn Ráðstjórnarinn- ar hefðu farið yfir landamærin inn á þýzkt land, þó að ekkert því líkt hefði í rauninni nokkru sinni átt sér stað. Ríkisstjórn Þýzkalands, hélt Ribbentrop áfram, leit á þetta á- stand sem ógnun við Þýzkaland á meðan það ætti í baráttu upp á líf og dauða við Engilsaxa. í aug- um stjórnarinnar og Foringjans sjálfs, benti þetta til þess að Ráð- stjórnarríkin hefðu í hyggju að reka rýting í bakið á þýzku þjóð- inni. Foringinn gæti ekki þolað slíka ógnun og hefði afráðið að gera ráðstafanir til að vernda líf og öryggi þýzku þjóðarinnar. Á-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.