Úrval - 01.08.1970, Side 34

Úrval - 01.08.1970, Side 34
32 að hinum sólríku Bahamaeyjum. Þar voru svo opnuð lögleg spila- víti árið 1964. Og síðan tóku sendi- boðarnir til að ferðast mánaðarlega yfir Floridasund með troðfullar ferðatöskur af ólöglegu „fleytifé" til Lansky og félaga hans. Ríkisrannsókn á starfsemi og eignum Lansky á Bahamaeyjum gerði það að verkum, að yfirvöldin komust að síðasta snilldarbragði hans, þ. e. hvernig hann breytti „svörtum peningum“ (peningum, sem aflað hafði verið á ólöglegan hátt) í löglegt fjármagn með því að notfæra sér þjónustu svissneskra banka. Benny Sigelbaum útskýrði hróðugur í bragði, hvernig bragði þessu væri beitt. „Við skulum segja,“ sagði hann, „að herra X leggi stóra upphæð inn á númerað- an reikning í Sviss og vilji síðan leggja féð í hlutabréf á frjálsum hlutabréfamarkaði. Bankinn kaup- ir bara hlutabréfin í sínu eigin nafni. Og svo er reikningur herra X eignfærður reglulega fyrir út- borguðum hlutabréfaarði. Þannig á herra X hlut í fyrirtækinu, en nafn hans sem hluthafa kemur hvergi fram í bókum þess eða plöggum.“ Sama fyrirkomulagið, sem er fullkomlega löglegt í Sviss, varpaði huliðshjálmi yfir meðlimi Lansky- samtakanna, þegar inneignir þeirra hafa verið notaðar sem trygging fyrir svissneskum bankalánum til handa fyrirtækjum hér í Banda- ríkjunum. Bækur og plögg sýna að- eins, að lánin voru veitt af sviss- neskum banka. Það, sem hvergi kemur fram, er ,,fleytifé“ Lansky- ÚRVAL samtakanna, sem gerði þessa lán- veitingu mögulega. HANN LÆTUR AÐRA VINNA SKÍTVERKIN FYRIR SIG Nú eru liðnir rúmir þrír áratug- ir, síðan Lansky átti sinn þátt í að skipuleggja glæpasamtök, er spanna allt landið, og koma þeim á lagg- irnar. Hann er sá eini af stofnend- um glæpasamtakanna, sem enn heldur velli. Hinir, allt frá þeim Frank Costello og Joe Adonis til þeirra Louis (Lepke) Buchalter og Bugsy Siegel, hafa verið myrtir, fangelsaðir, reknir úr landi eða þeim hefur verið velt úr valdasessi. Hvernig hefur þessum grannvaxa og veikbyggða flóttamanni tekizt að halda velli í átökum slíkra há- karla? Hér á eftir skal reynt að skýra það að nokkru: Þótt Lansky hafi reynt að láta það líta þannig út á yfirborðinu sem hann sé löghlýðinn og frið- samur borgari, þá er hann eins mikill ofbeldisseggur í eðli sínu og þeir verstu innan Cosa Nostra. En honum lærðist það bara fljótt að láta aðra vinna skítverkin fyrir sig. Árið 1928 reyndi hann til dæmis að ráða John Barrett af dögum, en það var undirtylla ein, sem Lansky áleit vera uppljóstrara, sem skýrði lögreglunni frá hinu og þessu. Það var farið með Barrett í svolitla bíl- ferð, en hann grunaði ekki neitt. Og Lansky skaut beint á hann. Samt tókst honum aðeins að særa Barrdtt svoliitlu yfirborðssári, en hann gerði sér lítið fyrir og stakk sér út úr bílnum. Síðan fann lög- reglan hann. Lansky var ákærður,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.