Úrval - 01.08.1970, Page 40

Úrval - 01.08.1970, Page 40
38 ÚRVAL inni þótti mér sem ég bjargaði mér sæmilega í land frá þessari nýbyrj- uðu setningu með því að bæta við: ,,Ég verð þó að hafa tíma til að fara í peysuna mína.“ Nokkrum mínútum síðar tók ég í höndina á Tom, lokaði forstofu- dyrunum á eftir okkur . . . án þess að skilja, að ég var að opna aðrar dyr fyrir honum — já, fyrir okkur báðum. .. . Eg var ekki alveg laus við sam- vizkubit, þegar við gengum gegn- um garðinn okkar, sem við kölluð- um, sem í raun og veru var hróp- andi ákæra í líki illgresis. Þar þurfti áreiðanlega að koma til lú- járn og umhyggjusöm og ástrík hönd. Ég nam staðar til að kippa upp fífli, en . . . nei. Tom átti að eiga þessa síðdegisstund. Ég flýtti mér á eftir honum. Þegar blómabeðunum lauk, tók við grasflötur, sem endaði við runnastóð, en þar fyrir neðan lá trjástofn yfir ána. Við gengum hægt eftir trjástofninum. Tom kastaði eins og í hugsunarleysi steini út í sólglitrandi vatnið. Ég gerði ósiálf- rátt hið sama. Hann var dálítið hissa á því, en það gladdi hann svo, að hann skríkti af hlátri. Þessi við- brögð hans voru svo smitandi, að ég fór sjálf að hlæja og við vorum fyrir alvöru farin að njóta þessarar gönguferðar. Hinum megin við ána lentum við í þéttum kjarrskógi. Hér kom Tom fram sem minn riddaralegi leið- sögumaður. „Bíddu svolítið,“ sagði hann. „É'g þarf að útvega þér staf.“ Hann fann mjóa grein handa mér, sem var alveg tilvalinn stafur. En um eitt hundrað metra frá okkar eigin landareign var ég komin á annarra manna land, sem ég hafði aldrei séð áður. Tom sagði í róandi tón, að þetta gerði ekkert til •— hann þekkti þarna hverja þúfu. Stígurinn varð nú æ þrengri og lá nú í ótal hlykkjum. Tom nam stað- ar þar, sem stormurinn hafði feykt tré einu um koll. Þegar hann hopp- aði yfir stofninn. tilkynnti hann há- tíðlega: „Við Jonni sáum björn hér í gær....“ Ég brosti auðvitað eins og sæmdi fullorðinni konu, en í því brosi fólst eitthvað á þessa leið: „Mikill dæmalaus þvættingur er þetta!“ En um leið hvarf hið titr- andi blik úr augum Toms, Hann varð niðurlútur, þegar hann sneri sér við og gekk áleiðis inn á milli runnanna. En langt — langt burtu — ekki mælt í kílómetrum heldur í árum — barst með vindblænum rödd lítillar stúlku, sem sagði við pabba sinn: „Pabbi, það hljóta að vera Indíánar hér í skóginum. Ég fann örvarodd með þornuðu blóði á.“ Hún heyrði líka aðra rödd, djúpa og undrandi, sem svaraði: „Jæja, þá er betra fyrir okkur að gæta vel að okkur.“ Ég hljóp til að ná Tom aftur og sagði blásandi af mæði: „É'g þori að veðja, að það er björn hérna í skóginum. Við verðum að gæta vel að okkur.“ Þessi orð höfðu undursamlegan töframátt. Augu Toms ljómuðu og hann varð aftur beinn í bakinu með upprétt höfuð. Þessi fáu orð mín höfðu stækkað hann allan. Það var þá tekið eitthvert mark á hon- um. Það hafði gerzt nákvæmlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.