Úrval - 01.08.1970, Side 45

Úrval - 01.08.1970, Side 45
VERTU SÆL LITLA ÖND 43 vesalings öndinni, sem var nú rúin þeim hæfileikum, sem endur búa yfir. Hún gat ekki séð, hún gat ekki flogið, hún gat ekki veitt, hún gat ekki flotið, og hún gat jafnvel ekki haldið fiðri sínu þurru, og því gat hún ekki haldið á sér hita. En hvað yrði um hana, ef henni batnaði? Mér fannst samt, að ég yrði að berjast fyrir lífi hennar. l5g veit ekki, hvers vegna mér fannst það. RABB, RABB! Það var augsýnilegt, að hún var næstum blind, og hún virtist vera mjög niðurdregin. í hvert sinn sem ég kom inn í eldhúsið, sagði ég: „Halló, önd“, og svo fór ég að tala við hana. Samt virtist henni vera uppörvun í því að heyra rödd mína. Þegar ég yfirgaf hana, sagði ég alltaf: „Vertu sæl, önd“. Mörgum sinnum á dag kvakaði ég „Halló, önd“. Á þriðja degi byrjaði öndin að svara mér. Og hún gerði það upp frá því. Hún sagði bara „Rabb, rabb“ með hásri röddu. Það sáust batamerki á henni. Dag nokkurn var hún orðin svo styrk, að hún gat lokað kokinu og neitað að taka þeirri auðmýkingu, sem hafði haldið í henni lífinu. Græn- leitt sull streymdi niður eftir fjöðr- um hennar og fingrum mínum og skvettist út um allt gólf. Eg varð örvæntingarfull. En það var ekki sú eina kennd, sem ég fann til. Hún hafði bitið mig í einn fingurinn. En hún beit ekki fast og fylgdi alls ekki á eftir, heldur virtist hún gera tilraun til þess að éta sullið, sem loddi við fingurinn. Eg flýtti mér að dýfa fingrinum aftur í sullið. Og hún sleikti það með flatri, ljós- bleikri tungu. Og þetta endurtók sig koll af kolli. Nú var hún loks orðin vel södd. Hún stóð þarna svolitla stund og blakaði vængjunum. Hún virtist hikandi í fyrstu, líkt og hún væri að prófa þá. Síðan blakaði húh þeim svo kröftuglega, að hvinur fyllti loftið og dagblöðin hreyfðust til. Þegar hún var búin að styrkja vængina þannig, vagaði hún svo- lítið frá hreiðri sínu. Svo hóf hún sig til flugs og flaug beint í hreiðr- ið. Svo vagaði hún að vatnsbakk- anum. Hún var sem sé búin að læra, hvar hann var. Svo fór hún að baða sig. Hún skvampaði og buslaði, fór hvað eftir annað upp úr bakkanum og upp í hann aftur. Hún hristi sig og þurrkaði. Svo skellti hún sér aft- ur upp í bakkann. Að þrem dögum liðnum hætti hún að éta aftur. Eg fylltist enn örvæntingu. Þetta reyndist þó ekki vera alvarlegra en það, að nú vildi hún ekki lengur láta mig mata sig, heldur vildi hún sjálf sjá um þetta. En þá hófst mikið þolinmæðisverk. Það var mjög erfitt að kenna henni að rata á matarskálina með nefinu. Eg sullaði með fingri í skálinni. Stundum kom öndin, þegar hún heyrði þetta hljóð, en oft varð það til þess, að hún flýði burt frá skál- inni. Stundum skellti hún sér allri í skálina. Þegar ég var búin að fylla skál- ina einn morguninn og hafði bætt nokkrum fisklengium út í sullið, sekk hún að skálinni og hóf hinar furðulegustu aðgerðir. Hún stakk gogginum í skálina og hristi svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.