Úrval - 01.08.1970, Page 48

Úrval - 01.08.1970, Page 48
46 URVAL og flestum hinum fórnardýrunum. Hún var lifandi . . . og á batavegi. HENNAR EIGIN LAUSN Nú voru dagarnir teknir að lengj- ast, og loftið endurómaði af fugla- söng. Laugardaginn fyrir páska var öndin að vappa úti í garði. Hún leit upp í heiðríkan, geislandi himin- inn, hóf sig skyndilega til flugs með miklum bægslagangi og stefndi á Löngueyjarsund. Ég hljóp á eftir henni, því að hún virtist kastast áfram lárétt í loftinu. En svo tókst henni að hækka flugið með því að neyta ýtrustu krafta. Og þá flaug hún beint á tré. Hefði hún verið sterkbyggðari, hefði. hún kannske komizt út á sjó. En mér hafði runn- ið til rifja þetta hörmulega flug- tak. Ég var búin að hugsa um hana of lengi til þess, að ég gæti afborið þá hugsun, að hún mundi kannske hrapa úr trjátoppi niður í einhverja þétta runna og veslast þar upp ósjálfbjarga. Ég fór út í skóg og kallaði á hana, en ég fékk ekkert svar. Hún hlaut að vera í uppnámi, og því vildi hún örugglega ekki gefa frá sér nein hljóð. Það fór að rigna. Ég hélt heimleiðis, fór í stígvél og regn- kápu, brýndi stóreflis sveðju og lagði af stað á nýjan leik. Ég samdi ýtarlega leitaráætlun og gat mér til um þaS, í hvaða átt hún hefði flog- ið. Þessi skoðun mín grundvallað- ist á vindáttinni og hinni upphaf- legu flugstefnu andarinnar. Ég hjó mér braut með sveðjunni í gegnum þétt skógarþykknið. En ég fann ekki öndina okkar. Úr skóginum hélt ég niður að Löngueyjarsundi Þar leitaði ég í klettunum og fjör- unni og starði út á hafflötinn. — Skyndilega komu sex endur í ljós. Þær flugu mjög hratt í norðurátt rétt fyrir ofan sjávarflötinn. Þær blökuðu allar vængjunum í einu. Það mátti greina hvíta blettina á vængjunum, eins og fánum væri veifað. Var öndin okkar þarna kom- in? Nei, hún gat ekki verið ein af þeim. Það var útilokað, að hún gæti flogið svona hratt og mark- visst. Páskadagsmorgunninn rann upp. Það var úrkoma 1 fyrstu, en svo fór sólin að skína og varpaði gullnum geislum sínum yfir hauð og haf. Síðdegis gengum við Terry niður að ströndinni. Amber var með okk- ur. Og þegar við vorum komnar hálfa mílu að heiman, kom Terry auga á brúnan stein innan um þá gráu. Þessi steinn var lítill í sam- anburði við hina, og lögun hans kom okkur kunnuglega fyrir sjón- ir. ,,Önd?“ kallaði hún. „Rabb,“ heyrðist svarað hásum rómi. Við bárum hana heim og lögðum hana hríðskjálfandi fyrir framan uppáhaldsrafmagnsofninn hennar. Hún hafði brákað annan fótinn. Sú var sjálfsagt ástæðan fyrir því, að hún hafði neyðzt til að setjast aftur. Um viku síðar fann öndin okkar enn að nýju lausnina án okkar hjálpar. Hún eyddi deginum úti í stíu og naut augsýnilega sólskins- ins. Vinafólk okkar, sem komið hafði í heimsókn, hafði hvatt okk- ur til þess að skilja hana nú eftir úti þær nætur, er veður væri milt, til þess að herða hana. Það var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.