Úrval - 01.08.1970, Page 51

Úrval - 01.08.1970, Page 51
LIF MITT SEM þess að ég var svo veikbyggður, að ég fékk lungnabólgu á hverjum vetri. Nokkra veturna var ég að dauða kominn um vorið, vegna þess að faðir minn gat ekki fundið nóg- an eldivið til þess að leggja í arin- inn í litla pappahúsinu okkar. En samt tókst móður minni alltaf að bjarga mér á einhvern furðulegan hátt. Strax og ég var orðinn frískur aftur, dró hún föður minn afsíðis og grátbað hann um að flytja nú til Norðurríkjanna. „Hann J.C. litli deyr, ef við tökum ekki eitthvað til bragðs, Henry!“ Faðir minn var mótfallinn þessari hugmynd. Honum fannst hann vera orðinn of gamall til þess að breyta til. Og ótti hans við hið óþekkta var meiri en óttinn við fátæktina. En ég veiktist enn að. nýju. í þetta skipti spýtti ég blóði, í hvert skipti sem ég hóstaði. Einn leiguliðanna, sem var nágranni okkar, framdi sjálfsmorð um þessar mundir. Faðir minn hafði alltaf meðhöndlað hann sem eins konar bróður sinn. Loks sendi hvíti maðurinn, John Cannon, eftir pabba kvöld eitt í febrúar árið 3921. Þá var ég átta ára. Við höfðum fengið sérstaklega góða baðmullaruppskeru BLÖKKUMAÐUR 49 Einn fremsti íþróttamaður heims fyrr ocj síðar, Jesse Owens, rekur hér ævisögu sína í stuttu máli. þetta ár og höfðum því getað greitt upp skuld okkar í búð Cannons. Ég býst við, að þetta hafi losað um kverkatak Cannons á okkur, svo að hann hafi farið að óttast um sinn hag. Því sendi hann eftir föður mín- um og skipaði honum að koma til stórhýsisins uppi á hæðinni. Þar stakk aðstoðarmaður Cannons upp á því við föður minn, að ágóðanum skyldi ekki lengur skipt til heim- inga, heldur átti Cannon upp frá þessu að fá 60% af honum, en faðir minn aðeins 40%. Og fyrirkomulag þetta átti jafnvel að verka aftur fyrir sig. Hin þögla gremja, sem búið hafði í huga Henry Owens í 42 ár, brauzt nú loks fram. „Það er ekki sann- gjarnt," sagði hann. „Sanngjarnt?" át aðstoðarmaður- inn eftir. „Hver segir, að það þurfi endilega að sýna þér sanngirni?" Faðir minn gat ekki gleymt þess- um orðum. Og eftir messu næsta sunnudag sagði hann við okkur, að nú ættum við bráðlega að flytja frá Oakville til stórborgarinnar Cleve- land. Hann gat ekki fengið fasta vinnu í Cleveland. En bræður mínir þrír
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.