Úrval - 01.08.1970, Side 55

Úrval - 01.08.1970, Side 55
LÍF MITT SEM BLÖKKUMAÐUR 53 hafði nú enn fjarlægzt svart ofstæki og hatur á hinum hvítu. AUÐVELDA LEIÐIN Þegar ég sneri heim frá Berlín, var mér fagnað með ógurlegum fyr- irgangi í New York, svo að slíks voru fá dæmi. Tugir þúsunda karla, kvenna og barna fylltu gangstétt- irnar, þar sem ég fór um. Allt þetta fólk langaði til þess að sjá mig. Fólk, sem ég hafði aldrei hitt áður, bæði úr viðskiptaheiminum og framáfólk í samkvæmislífinu, var sífellt að bjóða mér heim til þess að fá eitt glas, í kvöldmat eða lysti- ferðir á snekkjum sínum. En eng- inn bauð mér atvinnu. Nú átti ég orðið dóttur og átti von á öðru barni. Eg varð að útvega mér vinnu sem fyrst. Loks tókst mér að fá vinnu í Cleveland um haustið, sem kenn- ari á leikvelli gegn 30 dollara viku- launum. Kvöld eitt komu tveir fjármála- menn heim til mín. Þeir voru hvít- ir. Þeir höfðu fengið hugmynd. Þeir vildu koma á laggirnar svörtu base- ballliði, og þá vantaði frægt „nafn“ til þess að auglýsa leikina. Þeir vildu fá mig, „fráustu mannveru heims- ins“, til þess að hlaupa 100 yarda í kapphlaupi við úrvals veðhlaupa- hest á hverju kvöldi, áður en leikur- ;nn skyldi hefjast. Þeir trúðu mér fyrir því, að ég myndi örugglega sigra hestinn, vegna þess að hleypt yrði af rásbyssunni fast við eyrað á hestinum, svo að hrædd skepnan mundi örugglega verða nokkra stund að átta sig, og því gæti ég fengið gott forskot. Mig langaði til þess að kasta upp. „Ég geri þetta ekki,“ sagði ég við þá. „Hugsaðu um það,“ sagði annar lymskulega. „Við komum aftur.“ Og þegar þeir komu aftur, var ég búinn að segja: „Ég slæ til,“ áður en ég vissi af. Þannig seldi ég sjálfan mig í nýj- an þrældóm. Ég var ekki lengur stolt Olympíuhetja. Ég var sýning- argripur, einhver furðuvera, sem keppti við mállausa skepnu... og hafði rangt við. En nú fyrst gátum við Ruth látið okkur líða vel. Við keyptum fallegt hús og fórum í skemmtiferðir. Ég var því fljótur að samþykkja, þegar maður einn kom til mín með annað tilboð, sem gerði mér fært að græða milljón á nafni mínum á auðveldan hátt. Það leið ekki á löngu, þangað til „Jesse Owens-efnalaugar“ voru teknar að blómstra alls staðar. Fé- lagar mínir sáu um allt, er við- skiptin snerti. Og nú tók ég að ausa út peningum eins og „fráasta mannvera heimsins" á því sviði. Árið 1939 fékk ég svo skyndilega á mig stefnu. „Félagar" mínir voru horfnir og fyrirtæki okkar var gjaldþrota og skuldaði 55.000 doll- ara. Nú var ég skyndilega einn ábyrgur fyrir öllum skuldbinding- um þess. Við Ruth urðum að selja húsið okkar og lifa óskaplega spart á nýj- an leik til þess að geta greitt skuld fyi’irtækisins. Við .fluttum inn í tveggja herbergja íbúð í Detroit. Næstu 59 mánuðina hafði ég þrenn störf samtímis til þess að reyna að komast úr skuldunum. Þetta voru sannkölluð vítisár. Ég hafði verið heimskingi, þess háttar heimskingi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.