Úrval - 01.08.1970, Page 56

Úrval - 01.08.1970, Page 56
54 URVAL sem enginn háskóli getur nokkurn tíma læknað. Ég hafði glevmt því, hvað það hafði kostað mig að verða „fráasta mannvera heimsins". Það hafði kostað mig fjölda ára og ótrúlegan svita og kvöl. Ég hafði verið farinn að trúa á auðveldu leið- ina. En þessi fimm hörmungaár kenndu mér eitt: það er ekki um neina auðvelda leið að rœða, hvorki fyrir nokkurn mann né kynstofn hans, hver svo sem hann er. per- skáu bardagamennirnir og þeir rót- tækustu, sem vilja fá allt í hvelli upp í hendurnar, snyrtilega fram- leitt á diski, hafa ekki fundið rétta svarið. Ég gerði mér grein fyrir því, að ég var orðinn fertiigur og hafði enn ekki fundið neinn raunverulegan tilgang með lífi mínu, þegar ég loks var búinn að rétta úr kútnum fjár- hagslega. Ég hugsaði mikið um þetta. Mér hafði alltaf þótt vænt um börn. Kannske gæfist mér tækifæri til þess að vinna með þeim og fyrir þau á sviði íþrótta. Árið 1955 var ég skipaður íþróttasérfræðingur við Æskulýðsráð Illinoisfylkis. Ég átti að fást við afbrotaunglinga. Nú komu sex ár, sem veittu mér mikla iífsfyllingu. Ekkert annað starf hafði veitt mér aðra eins fullnæg- ingu. Svo fór ég að starfa á sviði útvarps og sem blaðafulltrúi. VIÐ NÁTJM NÚ ÞEGAR MARKINU Þegar mér verður litið um öxl yfir þennan 57 ára lífsferil minn, verð ég að viðurkenna, að stundum hefur leglð við, að ég ha'fi gripið til of- beldisins og slegizt í lið með hinum herskáu bardagamönnum, sem sjá aðeins svart. Ég komst næst því þann dag, er Martin Luther King, yngri, féll fyrir byssukúlu. Ég hafði þekkt Martin, löngu áður en hann varð þjóðfræg persóna. Og mér hafði þótt vænt um hann. Er ég sat þarna sorgbitinn og hnípinn, var sem lyktin af baðmullarekrunum í Oakville, sem var mér löngu gleymd, umkringdi mig á alla vegu og væri í þann veginn að kæfa öll skilning- arvit mín. Við negrarnir höfðum eytt öldum í þrældómi í húsdýra- mykju til þess að „rækta“ einn slík- an mann. Og svo hafði lífsneisti hans verið slökktur skyndilega, líkt og hann væri ódýrt kerti. Ég þráði það að hata. En samtímis hörfaði ég undan þessari þrá, er ég varð var við hana í hugskoti mínu, því að ég sá, að þetta var sama kenndin og sérhver herskár bardagamaður í rcðum negra er núna haldinn: þráin eftir hefnd. Amerískir negrar hafa náð geysi- lega langt, ef miðað er við bæi eins og Oakville, sem við bjuggum í. Við náum nú þegar marki því, sem við setium. okkur. Það er ótrúlegt, en satt, að flest svart fólk stendur nokkurn veginn jafnfætis því hvíta, þegar það hefur sókn sína. Margir okkar eiga kannske ekki eins efnaða foreldra. Og það. kann að vera. að við verðum stundum að beriast ákafar til þess að tryggja fram- kvæmd jafnréttishugsjónarinnar. En við getum tryggt þá framkvæmd. Ég þekki hinar venjulegu mótbárur, þ.e. að svartir menn og svartar kon- ur hafi ekki mörg tækifæri. Þetta er ósatt. Ef negrinn kemst ekki áfram í Ameríku nú.tímans, er það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.