Úrval - 01.08.1970, Page 74

Úrval - 01.08.1970, Page 74
ÚRVAL 72 LJÓNSÖSKUR Franco Corélli er hávaxinn (6 fet og 2 þumlungar), 41 árs að aldri og geysilega myndarlegur. Hann hefur stór, brún augu, sem bræða hjörtu kvenna. Sumir aðdáendur hans dást ekki síður að fótleggjum hans en röddinni. Hann er einn af sárfáum „hávöxnum, myndarlegum, lagleg- um og dökkleitum" tenórsöngvur- um, sem fást við óperusöng. (Flestir tenórsöngvarar eru lágvaxnir, þreknir og ljótir, þótt enginn viti ástæðu þess). Hann er einnig velbyggður á all- an hátt frá „söngrænu“ sjónarmiði. Hann hefur stóran munn og lungu, kannske ekki úlfaldalungu, en a.m. k. glerblásaralungu. í hvíld er brjóstmál hans 47 þumlungar. Á tveim sekúndum getur hann andað að sér næstum 300 rúmþumlungum (um 41/2 lítra) af lofti, og þá verð- ur brjóstmál hans 50 þumlungar. Þetta veitir honum raddstyrk ljóns- ins, svo að hann getur drekkt öll- um strokhljóðfærum og trompetum í 90 manna sinfóníuhljómsveit og fyllt óperuhúsin stórkostlegum tón- um, svo að það er sem loft hússins hristist. Og hann getur haldið háum tón geysilengi. Tónlistargagnrýn- andinn Harold Schonberg sagði eitt sinn, að hann gæti haldið sínum háa tón, alveg þangað til „barytonsöngv- arinn þarf að fara að raka sig aftur.“ Fyrir nokkrum árum söng hann sem gestur í sjónvarpsþætti Eds Sulli- vans, og þá endaði hann langa lag- línu á tón í lækkuðu H og hélt hon- um í 17 yfirþyrmandi sekúndur. Corelli er líka mjög skapríkur. Eitt sinn baulaði nemandi einn á hann, er hann var að syngja „II Trovatore" í Napoli. Corelli þaut á bak við tjöldin, upp þrjá stiga, braut upp hurðina að stúkunni, sem ungi maðurinn sat í, og var næstum bú- inn að draga leiksviðssverð sitt úr slíðrum, þegar það tókst loks að hemja hann. Það gengur einnig önnur saga að tjaldabaki í Metropolitanóperuhús- inu (þó að Corelli neiti því, að hún sé sönn). Hann átti að kyssa sópran- söngkonuna Birgit Nilsson leiksviðs- kossi í óperu einni, en eitt kvöldið á hann þess í stað að hafa bitið hana í hálsinn, vegna þess að hún hafði haldið háa C-inu lengur en hann í tvísöng þeirra. Sagt er, að Birgit Nilson hafi sent Bing framkvæmda- stjóra svohljóðandi skeyti næsta dag: „Ég get ekki farið til Cleve- land. Ég er með hundaæði." VENJULEGAR VÍTISKVALIR Daginn, sem Corelli átti að syngja í „Cavalleria Rusticana“ í Metro- politanóperuhúsinu eftir hið langa hlé, dróst hann fram úr rúminu klukkan 3 síðdegis. Hann hafði eytt .hálfri nóttunni á eigri um gólfið, en þess á milli hafði hann horft á ýmsa þætti sjónvarpsstöðvanna. Hann byrjaði á að fá sér tedrykk, sem hunangi var blandað í að ein- um þriðja, en slíkt hvílir og mýkir röddina. Og hann forðaðist að nota röddina. Hann mælti jafnvel ekki orð. Eftir leikfimiæfingar og göngu- ferð borðaði hann kvöldmatinn þegjandi ásamt Lorettu konu sinni, sem er ljóshærð og lagleg. Hann fékk sama mat og venja var, þegar hann átti að syngja sama kvöld,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.