Úrval - 01.08.1970, Page 90

Úrval - 01.08.1970, Page 90
88 ÚRVAL „Herrar mínir, það hlýtur að vera um einhver mistök að ræða“, sagði hann. „Mér er ánægja að leiðrétta þennan misskilning, ef ég get“. „Jæja þá, komdu þá upp í bílinn til okkar", skipaði annar maður- inn og benti á svartan Dodgebíl, sem í sátu tveir menn til viðbótar. Þeir voru komnir góðan spöl út fyrir borgina, þegar maðurinn, sem sat í framsætinu við hlið ökumanns, sagði: „Við ættum annars að kynna okkur. Ég er Don, og þetta er Gene“, bætti hann við og benti á ökumanninn. „Steve er svo þér á vinstri hönd, en Jack hægra meg- in“. Dan var hávaxinn, grannur og myndarlegur. Það var rödd hans, sem Tuomi hafði heyrt fyrst á göt- unni í Milwaukee. Og það var aug- sýnilegt, að hann var yfirmaður þeirra. Gene var freknóttur og drengjalegur í útliti. Steve var með liðað, ljóst hár og rjóður í fram- an. Hann var kyrrlátur í fasi og dálítið prófessorslegur, enda hafði hann einu sinni verið prófessor. En Jack leit út eins og atvinnuhnefa- leikamaður, sem hefur komizt á- fram og er farinn að fást við önn- ur viðfangsefni. Svört augu hans störðu á Tuomi með ódulinni fyrir- litningu. Eftir um klukkustundarakstur beygði ökumaðurinn út af hliðar- vegi inn á mjóan, dimman stíg, sem lá að veiðihúsi langt inni í skógi. Ungur maður hleypti hópnum inn. Þegar hurðinni hafði verið lokað á eftir þeim, skipaði Don: „Af- klæddu þig“. „En hvers vegna“? spurði Tuomi mótþróafullri röddu, „Það er skylda okkar að fullvissa okkur um, að þú berir ekki neitt á þér, sem þú getur notað til þess að stytta þér aldur,“ svaraði Jack. Tuomi fó'r úr öllum fötunum og stóð þarna allsnakinn úti á miðju gólfi stofunnar. Þar var hátt undir loft, í rauninni hvelfing. Gólfið var úr viðarborðum. Við einn vegginn var risavaxinn arinn. í honum voru nokkrir stórir viðarlurkar, sem var að byrja að skíðloga í. Á einum veggnum voru opnar og mjög breið- ar svalir. Þar var röð af kojum. Þetta var augsýnilega svefnstaður- inn. Til hægri voru tvö svefnher- bergi, baðherbergi og eldhús. Úr herbergi, sem var handan veggjar- ins, sem arininn var á, gat Tuomi rétt aðeins greint samtal í fjar- skiptatækjum. En raddirnar voru ekki nægilega skýrar til þess, að hann gæti greint orðaskil. Tuomi hélt handleggjunum þétt að síðunum til þess að hindra, að það sæist, að þeir skulfu. En Steve, sem hafði sett upp gúmhanzka, skoðaði allan líkama hans á kerfis- bundinn hátt. Hinir rannsóknarlög- reglumennirnir skoðuðu föt hans, skjalatösku og veski mjög vand- lega á meðan. „Þú skelfur", sagði Don, þegar líkamsskoðuninni var lokið. „Viltu kannske fá eitthvað að borða eða drekka"? Á leiðinni til veiðihússins og með- an á líkamsskoðuninni stóð, hafði Tuomi rifjað upp í minnstu smá- atriðum hinn tilbúna „æviferil", sem hinir sovézku njósnakennarar hans höfðu soðið saman handa hon- um. Kaarlo R. Tuomi var í raun og veru KGB-njósnari, sem hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.