Úrval - 01.08.1970, Side 97

Úrval - 01.08.1970, Side 97
NJÖSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 95 ig út hérna sem þjóðfélagskerfiS sé að hrynja til grunna“? „Slíkt gerist ekki á einni nóttu“, svaraði Tuomi. „En sögulega séð er hrun kapítalismans óhjákvæmi- legt“. Nú hófu þeir Tuomi og rann- sóknarlögreglumennirnir ákafar samræður um stjórnmálaleg og efnahagsleg hugmyndakerfi. Tu- omi þuldi upp úr sér í fullri al- vöru allar þær marxisku, sósíölsku og andamerísku kenningar, sem hann hafði tileinkað sér á þeim ald- arfjórðungi, sem hann hafði dvalið í Sovétríkjunum. Rannsóknarlög- reglumennirnir viðurkenndu rétt- mæti sumra atriðanna, sem Tuomi nefndi, en hæddust að öðrum: „Kaarlo, við höfum við alvarleg vandamál að stríða í landi okk- ar“, sagði Don. „En okkur gefst að minnsta kosti tækifæri til þess, að reyna að leysa þau við kjör- borðið'T Þeir héldu rökræðunum áfram við kvöldverðarborðið og langt fram á nótt. „Við komumst ekkert með þessu móti“, sagði Don loks. „Leyfðu mér að ljúka því, sem ég hóf máls á. Ef þú vinnur fyrir okkur, getum við látið það líta þannig út gagn- vart yfirboðurum þínum í Moskvu, að þú hafir lokið öllum þínum skyldustörfum. Einhvern tíma verð- urðu kallaður heim aftur, og þá geturðu farið heim, án þess að þeir viti nokkuð um samstarf þitt við okkur. Þú munt þá uppskera þau laun, sem veitt eru njósnara, sem staðið hefur vel í sinni stöðu. Og síðan geturðu farið að lifa eðlilegu lífi í þínu eigin landi“. Tuomi svaraði engu, en hann gat ekki annað en hugsað til fjölskyld- unnar, sem hann hafði skilið eftir í Sovétríkjunum, Nínu eiginkonu sinnar og barnanna, þeirra Viktors, sem var 11 ára, Irinu, sem var 7 ára og Nadezhda litlu, sem var að- eins 5 ára. „Ég veit, að þér finnst útlitið æði svart núna í svipinn“, sagði Don. „Og ég geri mér grein fyrir því, að ákvörðunin, sem þú þarft að taka, er erfið. En þú verður samt að taka hana mjög bráðlega. Þú kemst í sífellt meiri hættu dag frá degi, meðan þú setur þig ekki í samband við yfirboðara þína. Njósnamiðstöðin fylgist oft með leynd með njósnurum sínum. Það er hugsanlegt, að maður á hennar vegum sé einmitt að leita að þér núna í dag“. UPPG J AF ARSKILMÁL ARNIR. Tuomi varð gripinn áköfu þung- lyndi. Hann varð alveg magnlaus við tilhugsunina um að neyðast til þess að svíkja kennara sína, land sitt og allt, sem hann trúði á. Sú tilhugsun var honum óskaplega ó- geðfelld. Honum datt í hug að lát- ast samþykkja tilboð rannsóknar- lögreglumannanna bandarísku um stundarsakir eða þangað til hon- um tækist að flýja til Mexíkó eða leita jafnvel hælis í sovézka sendi- ráðinu í Washington. En undan- komuleiðir þær, sem honum kom til hugar að nota, enduðu allar á sama hátt, þ.e. í óumflýjanlegu upp- gjöri hans við KGB. Hann yrði fyrr eða síðar að sannfæra yfirmenn sína um, að hann hefði ekki svikið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.