Úrval - 01.08.1970, Page 99

Úrval - 01.08.1970, Page 99
NJÓSNARINN SEM SKIPTl UM SKOÐUN þá, heldur hefði komizt upp um hann án nokkurra mistaka af hans völdum. Hann yrði að sannfæra þá um, að sökin væri alls ekki hans. Og því meira sem hann hugsaði um þetta þeim mun meira efaðist hann um, að honum tækist að fá nokk- urn í Moskvu til þess að trúa sér. Hann hugsaði til nauðungar- vinnubúðanna, þar sem KGB- njósnaþjónustan hélt því fólki föngnu, sem hún áleit vera „grun- samlegt“ eða „ótryggt". (Eitt sinn hafði KGB neytt hann til þess að njósna um fanga í nauðungarvinnu- búðum nálægt mómýrunum í Kir- ovhéraði). Líkt og í óráði birtust honum hryllilegar sýnir. Hann sá sjálfan sig híma ásamt fjölskyldu sinni í einum litlum bás í almenn- ingssvefnskála. Hann gerði sér í hugarlund þá eymd, sem fjölskylda hans yrði að þola, jafnvel þótt hann einn yrði sendur í nauðungarvinnu- búðir. Það var fyrst og fremst um- hyggjan fyrir fjölskyldunni, sem fékk hann til þess að spyrja: „Hvers konar samvinnu yrði um að ræða“? „Ja, í fyrstu mundirðu starfa á nákvæmlega sama hátt og þú gerð- ir, áður en þú hittir okkur“, svar- aði Don. „Þú mundir útvega þér vinnu, lifa þig inn í „ævisögu“ þína, þannig að öðrum fyndist ekk- ert athugavert við hana, skipa þinn sess í þjóðfélaginu á þann hátt, að þú virtist alls ekkert grunsamleg- ur. Þú mundir einnig halda tengsl- um þínum við Miðstöðina og vinna að öllum þeim verkefnum, sem hún legði fyrir þig. En auðvitað mund- irðu jafnframt skýrá okkur frá því öllu“. ð7 „Og hvað mlunduð þið gera“? spurði Tuomi. „Við mundum leiðbeina þér um, hvernig þú skyldir haga þér hverju sinni, og veita þér nokkra aðstoð til þess að leysa verkefni þín fyrir Miðstöðina og koma þér í sem bezta aðstöðu. En það er mjög þýðingar- mikið, einkum í fyrstu, að þú hjálp- ir þér sem mest sjálfur í þessu efni, eins og þú hefðir orðið að gera, ef við hefðum ekki komið til skjalanna. Ef við hjálpuðum þér of fljótt og of mikið, mundu yfirboð- arar þínir fara að velta því fyrir sér, hvernig á því gæti staðið, að þér gengi allt svo miklu betur held- ur en flestum öðrum njósnurum þeirra. Og þá yrðu þeir tortryggn- ir í þinn garð“. „Ætti ég þá að semja orðsend- ingarnar til Miðstöðvarinnar, eða munduð þið gera það“? spurði Tu- omi. „Þú mundir að mestu leyti gera slíkt sjálfur11, svaraði Don. „En við mundum samt hafa endanlegan á- kvörðunarrétt um það, hvaða upp- lýsingar yrðu sendar úr landi“. Tuomi hristi höfuðið og sagði: „Þetta gengi aldrei. Þeir í Miðstöð- inni kæmust að þessu á einhvern hátt“. „Kaarlo, ég fullvissa þig um, að slíkt hefur gengið áður, og það mun ganga í þetta skipti eins og áður“, svaraði Don. Tuomi var þögull um stund. Hann var í þungum þönkum. „Jæja þá“, sagði hann loks, „ég ætla að reyna þetta, ef þið viljið samþykkja dá- lítið í staðinn. Ég skal skýra ykkur frá verkefnum þeim, sem ég átti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.