Úrval - 01.08.1970, Side 102

Úrval - 01.08.1970, Side 102
íoo tjrval kom hann ekki auga á nokkurn mann. Hann þreif í miklum flýti segulmagnað málmhylki, sem fest var bak við eina brúarstoðina með hjálp segulmagnsins, og faldi það í flýti innan í eintaki af New York Times, sem hann hafði undir hend- inni. Hann komst til Statler Hilton- hótelsins niðri á Manhattan tveim tímum síðar. Þeir Jack og Steve biðu hans þar með heitt kaffi. Hylkið hafði að geyma 3000 doll- ara í 20 dollara seðlum og þar að auki tvær arkir, sem á var orð- sendjmg, skrifuð með leyniskrift. „Þú ættir að framkalla annað blað- ið, og við eigum við hitt á meðan“, sagði Jack. Tuomi starði ákafur á blaðið, sem hann hafði lagt í bakka með kemískri upplausn í, og beið þess, að orðsendingin birtist og skýrðist smám saman. Hún hljóð- aði svo: „Hamingjuóskir með vel- heppnaða ferð. Þú ferð alveg rétt að, hvað þjóðfélagsaðlögunina snertir. Vertu á varðbergi, og flýttu þér ekki um of. Beztu óskir. For- inginn.“ Steve klappaði Tuomi á öxlina og sagði: „Þarna sérðu. Þeir hafa ekki hugmynd um, hvað gerzt hef- ur. Allar þessar áhyggjur þínar hafa verið ástæðulausar." Jack rétti honum hitt blaðið og var nú kurteisari við Tuomi en hann var vanur að vera. Blaðið var enn blautt. Það hafði að geyma þrjú stutt sendibréf, sem Miðstöð- in hafði látiS endurrita með ósýni- legu bleki. Tuomi gat næstum heyrt raddir konu sinnar og barna, er hann las þessi bréf. Konan hans skrifaði á þessa leið: „Ástvinur minn. . . . Vinna mín er erfið, en allir erfiðleikar hverfa, er ég horfi á börnin okkar.... Við sendum þér öil koss.“ Frá Viktor: „Það gleður mig mikið að fá gjafirnar frá þér. En það albezta er að láta sig dreyma um að mega sjá þig aftur.“ Frá Irinu: „Pabbi, komdu aftur til okkar. Vertu blessaður, pabbi.“ Hann las þessi orð án þess að segja orð. „Kaarlo, við skulum hætta svo- lítið fyrr í dag. Komdu heim með mér og vertu hjá okkur í kvöld,“ sagði Jack. „Mig langar til þess, að þú hittir fjölskyldtma mína og sjá- ir, hvílíkur fyrirmyndarmatsveinn konan mín er.“ NJÓSNARINN, SEM KOM TIL KVÖLDVERÐAR Heimili Jacks stóð við hliðargötu í bæ einum úti á Löngueyju. Þang- að var um klukkutíma akstur frá Manhattan. Þetta var róleg og skuggasæl gata, því að trjákrónur gnæfðu þar hvarvetna við himin. Hús Jacks var úr timri, tvær hæð- ir. í því voru 8 herbergi. Það hafði verið reist skömmu eftir 1930. Jack hafði bætt við öðru baðherbergi og litlu leikherbergi. Hann hafði líka endurnýjað allar eldhúsinnrétting- ar, gert fallegar útisvalir í garðin- um og steinlagt þær. Einnig hafði hann smíðað girðingu umhverfis bakgarðinn. Kona Jacks var lagleg og með rautt hár. Hún virtist vera um fer- tugt. Hún heilsaði Tuomi með handabandi og brosi á vör og bauð hann velkominn. „Okkur þykir svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.