Úrval - 01.08.1970, Síða 103

Úrval - 01.08.1970, Síða 103
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 101 vænt um, að þú gazt komið. Okkur finnst alltaf svo gaman að hitta vini Jacks,“ sagði hún. Tuomi gat ekki gert sér ná- kvæma grein fyrir því, hversu mik- ið hún vissi um hann. En það varð brátt augljóst, að hún vissi, að hann var útlendingur og einn síns liðs í New York. Eftir að þau höfðu rabb- að saman svolitla stund, bauð hún honum fram í eldhús. ,,Ég vona, að þú afsakir, að það er allt á rúi og stúi. Ég ætla að gefa þér ýmis góð ráð, sem gætu komið sér vel, þeg- ar þú ferð sjálfur að búa.“ Hún lauk við að laga kvöldverðinn, meðan hún gaf Tuomi upplýsingar um ýmsan frystan mat, útskýrði fyrir honum kosti ýmissa hreinsi- og þvottaefna og lýsti ýmsum fljót- löguðum réttum. Tuomi var alveg furðulostinn yfir fjölbreytni og úr- vali fæðutegundanna, en samt var hann enn hrifnari af því, hversu snilldarlega eldhúsið var skipulagt og búið öllum hugsanlegum tækj- um. Tveir synir Jacks á unglingsaldri komu inn í borðstofuna rétt fyrir kvöldmat og kynntu sig. Jack bað stutta borðbæn, þegar þau höfðu öll setzt, og Tuomi minntist aðvör- unar sovézks kennara síns um að muna nú vel eftir að lúta höfði og ioka augunum. Kvöldverðurinn var alveg prýðilegur. Það var steikt kálfakiöt í sósu og heitt kex með. Samtal þeirra var algerlega óþving- að og eðlilegt. Nærvera Tuomi virt.ist ekki leggia neinar hömlur á eðlilega framkomu þeirra, og þau ræddu einkamál fjölskyldunnar, eins og hann væri einn af fjöl- skyldumeðlimunum. Hver átti að fá að nota bílinn á laugardags- kvöldið? Hver hafði notað hann síðasta laugardagskvöld? Það þurfti að gera við sjónvarpstækið, og samt voru ekki liðnar fimm vikur, síð- an hafði verið gert við það síðast. Hvort ætli það væri betra að láta gera við það aftur eða kaupa bara nýtt og nota bara peningana til þess að kaupa nýjan plötuspilara með fullkomnum útbúnaði? Voru allir reiðubúnir til þess að fara á fætur klukkan sex næsta sunnu- dagsmorgun og sækja messu snemma, svo að Jack gæti farið að leika golf klukkan níu, en honum hafði einmitt verið boðið það? Synirnir hjálpuðu til við að taka af borðinu, og húsmóðirin bar fram kaffi og ábæti. Tuomi lagðí frá sér gaffalinn eftir fyrsta bitann og sagði: ,,É'g hef aldrei bragðað neitt svo dásamlegt fyrr!“ Hún brosti og svaraði: „Þetta er bláberjaávaxtakaka. Ég bakaði hana í dag.“ . Síðan afsökuðu drengirnir sig með þeim orðum, að þeir yrðu að ljúka við heimavinnuna fyrir skól- ann. Og Jack stakk upp á því við Tuomi, að þeir litu á húsið. Tuomi var alveg steinhissa á því, að þau höfðu sérstakt svefnherbergi, sem var eingöngu notað handa gestum. í leikherberginu sá hann nokkur innrömmuð skjöl uppi á vegg fyrir ofan skrifborð Jacks. Eitt var próf- skírteini frá háskóla og sýndi, að Jack hafði lokið þaðan B.A.-prófi. Þar var einnig skírteini frá öðrum háskóla, sem sýndi, að Jack hafði lokið þaðan lögfræðiprófi. Einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.