Úrval - 01.08.1970, Page 109

Úrval - 01.08.1970, Page 109
Tuomi (til vinstri) ásamt leÁötoga sínum frá Moskvu, Galkin aö nafni. Mynd- ina tók FBl meö aðdráttarlmsu. áleit, að hann hefði kannske á viss- an hátt gaman af þessum hjátrúar- kenndu helgisiðum og athöfnum. En kyrrðin í kirkjunni, hátíðleiki guðsþjónustunnar, sálmarnir og ein- lægni kirkjugesta, allt þetta gerði það að verkum, að hann fann til virðingarkenndar, sem hann hafði alls ekki búizt við. Eftir þessa fyrstu kirkjuför fór hann stundum í kirkju einn síns liðs, aðallega í litlar kirkjur lút- herstrúar- og methodistasafnaða. Hann samþykkti hvorki né skildi allt það, sem prestarnir kenndu. En svo fór að lokum, að hann spurði sjálfan sig: „Ef þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir svo marga, hvað er þá illt við það?“ Og hann gerði sér grein fyrir því, að hann hafði breytzt úr trúleysingja í óvissutrúarmann, sem trúði á eitt- hvað guðlegt, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því, hvað það var í raun og veru. Því hélt hann áfram að sækja kirkju í óljósri leit sinni að sálarfriði. f febrúarmánuði árið 1961 sendi Miðstöðin í Moskvu honum nýjan dulmálslykil. Og Tuomi flaug með Jack til Washington síðdegis á laug- ardegi til þess að rannsaka hann með dulmálsfræðingum Alríkislög- reglunnar. Það mátti heita kald- hæðni, að Tuomi fannst hann vera óhultari í Washington en í New York. Hann var einn þeirra njósn- ara, sem mikil leynd hvíldi yfir, og því var hann þess fullviss, að sovézkir sendiráðsstarfsmenn í Washington hefðu ekki hugmynd um tilveru hans. Þeir félagarnir bjuggu á Mayflowerhótelinu. Það var Tuomi, sem stakk upp á því næsta sunnudagsmorgun, að þeir færu til kirkju. Hann sagði skyndi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.