Úrval - 01.08.1970, Page 111

Úrval - 01.08.1970, Page 111
NJÖSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 109 fáir starf nálægt höfninni. Og það gæti kostað dálitla fyrirhöfn." Síðdegis á sunnudegi gáfu þeir Jack og Steve Tuomi merki um að koma til fundar við sig í leyniíbúð- inni. Þeir höfðu tekið nýtt eintak af New York Times með sér og fóru að blaða í atvinnuauglýsing- unum. „Hér er dálítið, sem lítur út fyrir að hafa verið samið með hlið- sjón af þínum þörfum,“ sagði Jack með stolti hins sanna rithöfundar. Hann benti á auglýsingu, þar sem auglýst var eftir bókhaldara hjá gufuskipafélagi. Menn Alríkislögreglunnar höfðu átt viðtal við nokkra tugi hugsan- legra atvinnurekenda án nokkurs árangurs. Þá höfðu þeir samband við Peter Burbank, forstjóra fyrir- tækjanna A.L. Burbank & Co. og „Hlið við bryggju nr. 8 hf.“. Þeir skýrðu honum aðeins frá því, að þeir þyrftu að koma fyrir einum manna sinna þarna í hafnarhverfinu af þjóðaröryggisástæðum. Burbank samþykkti að ráða hvern þann mann, sem þeir sendu honum, svo framarlega sem hann gæti leyst af hendi það starf, sem hann yrði ráð- inn í. Burbank átti viðtal við Tu- omi og tók honum mjög vel. Að þessu viðtali loknu réð hann Tu- omi fyrir 80 dollara vikulaun. Það voru harkaleg umskipti fyrir Tuomi að fara úr glæsiveröld Tiff- any & Co. inn í rustafenginn heim hafnarhverfanna. Honum fannst sem hann stígi úr siðmenntuðu þjóðfélagi inn í frumskóg. Fólkið í hafnarhverfunum var rustafengið og lét hart mæta hörðu. Og orð- bragðið var oft ekki beinlínis eng- ilhreint. Formenn verkalýðsfélag- anna réðu þar lögum og lofum eins og lénsherrar miðalda. Þar að auki var aðalskyldustarf hans fólgið í því að reyna að innheimta upp- skipunar- og útskipunargjöld af vörubílstjórunum. En margir þeirra voru alræmdir fyrir að neita á ögr- andi hátt að borga nokkra reikn- inga. En Tuomi hafði áður verið skógarhöggsmaður og fótgönguliði í hildarleik heimsstyrjaldarinnar, svo að það stóð ekki á honum að láta hart mæta hörðu. Fjórða dag Tuomi í hinu nýja starfi fékk einn af harðjöxlunum við höfnina sér kaffibolla í skrif- stofunni og ætlaði svo að labba burt orðalaust. Tuomi sá um kaffikönn- una og sagði því við harðjaxlinn, þegar hann ætlaði að strunsa út: „Bíddu augnablik, góði. Hér þvo allir sína bolla.“ „Veiztu, við hvern þú ert að tala?“ spurði harðjaxlinn með fyr- irlitningu í röddinni. „Mér er djöfulsins sama, hver þú ert,“ öskraði Tuomi. „Reglan hjá mér er bara þessi, að hér þvo allir sína bolla.“ Harðjaxlinn sló til hans. Tuomi skauzt til hliðar og greip kúbein. Hann reiddi það til höggs og hélt því á lofti, þangað til harð- jaxlinn var búinn að þvo upp. En Tuomi „sló fyrst í gegn“ fyrir alvöru, þegar hann gaf út þá yfir- lýsingu, að þeir vörubílstjórar, sem skulduðu „Hliði við bryggju nr. 8 hf.“ nokkur gjöld, mættu alls ekki aka bílum sínum út á bryggjuna. Vörubílstjórarnir bölvuðu þessari yfirlýsingu í sand og ösku, en Tu- omi gekk svo ríkt eftir, að henni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.