Úrval - 01.08.1970, Page 112

Úrval - 01.08.1970, Page 112
110 ÚRVAL var hlýtt, að hann íékk brátt títil- inn „ósvikinn tíkarsonur“. Samt fækkaði ógreiddum reikningum brátt stórlega, þangað til þeir fyrir fundust vart. Og vikulaun Tuomi voru jafnframt hækkuð upp í 100 dollara. Smám saman eignaðist hann góða vini meðal samstarfs- manna sinna, og álitu þeir flestir hann vera ágætan Ameríkumann, sem væri að vísu nokkuð rusta- fenginn. LEYNDARMÁL HANDA MIÐSTÖÐINNI Þegar Tuomi hafði þannig treyst sig í sessi í sínu nýja starfi, flutt- ist hann frá Jacksonhæðum úti í Queenshverfinu í stærri íbúð, sem var vestur í bænum East Orange yfir ,í New Jerseyfylki. Hann varð sífellt meira önnum kafinn, eftir því sem orðsendingunum fjölgaði milli hans og Miðstöðvarinnar í Moskvu. Stundum greip Tuomi bara brauðsneið með sér í hádegismat- artímanum og ók til fundar við þá Jack og Steve á alls konar stöðum, í skemmtigörðum, á bílastæðum kirkna og afskekktum kaffihúsum. Annar rannsóknarlögreglumiann- anna var þá jafnan á verði og fylgd- ist vel með öllum mannaferðum, en Tuomi tók til að útbúa leyniorð- sendingar til Moskvu með hjálp hins eða ráða orðsendingar Mið- stöðvarinnar. Að svipuðum við- fangsefnum var svo unnið í leyni- íbúð Alríkislögreglunnar á kvöld- in. Miðstöðin hafði nú komið á nýju og flóknu kerfi fyrir sendingu og móttö'ku orðsendinga. Á hverjum laugardagsmorgni varð Tuomi nú að ganga framhjá vegamótunum við 146. stræti og Parkbreiðgötu á Man- hattan. Þar átti hann að litast um í leit að appelsínuberki. Ef börk var að sjá á horninu, var það jafn- framt vísbending um, að Tuomi átti „að koma af sér“ orðsendingu á ör- uggan stað klukkan 10 sama kvöld. Þegar hann þurfti að viðurkenna móttöku pakka eða orðsendingar, átti hann að skrifa andsovézk um- mæli á póstkort sem fyrrum og senda það til „Blaðafulltrúa sov- ézku sendinefndarinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum“. Þar fyrir neð- an átti hann að skrifa heimilisfang sendinefndarinnar í New York. Þegar hann vildi segja öðrumnjósn- urum Miðstöðvarinnar að nálgast orðsendingu eða pakka, sem hann ætlaði að koma fyrir eða hafði þeg- ar komið fyrir á felustað, þá átti hann að senda póstkort með biblíu- mynd og skrifa á það tilvitnun úr biblíunni. Innihald orðsendinganna frá Mið- stöðinni í Moskvu hafði líka breytzt allmjög. Hingað til höfðu fyrirskip- anirnar einkennzt af varkárni og verið almenns eðlis. Ætíð hafðifylgt aðvörun gegn hvers kyns áhættu. Nú krafðist Miðstöðin hins vegar sem mestra njósna í æ ríkara mæli og ákveðins árangurs hverju sinni. Þar voru fyrirmæli um sérstök verkefni og þess krafizt, að árangri yrði náð. Einnig var þess krafizt í orðsendingunum, að hann færi að reyna að afla sér ,,sambanda“ með- al manna, sem gætu hjálpað honum beint eða óbeint við njósnirnar. Tuomi hófst nú handa við þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.