Úrval - 01.08.1970, Síða 113

Úrval - 01.08.1970, Síða 113
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 111 starf og notaði þær aðferðir, sem honum höfðu verið kenndar í Moskvu. Alríkislögreglumennirnir voru alveg stórhrifnir af því, hvaða árangri hann náði upp á eigin spýt- ur. Hann tók að venja komur sínar í vínstúku eina í Brooklyn, sem var beint á móti skipasmíðastöð Bethle- hem-stálfélagsins. Hann vingaðist við starfsmenn stöðvarinnar og hvatti þá varfærnislega til þess að tala um starf sitt. Þannig komst hann að því, að verið var að búa tvo tundurspilla, USS Callan og USS Taylor, hinum fullkomnasta rafeindatækjaútbúnaði, sem mikil leynd hvíldi yfir. Hann hafði að vísu ekki hlotið neina vísindalega menntun, en samt samdi hann tæknilega skýrslu um þetta, og voru upplýsingar hennar mjög ýt- arlegar, enda skildi hann minnst af efninu. Upplýsingarnar, sem. hann hafði komizt yfir, voru svo fullkomnar, að Jaek sagði við hann í trúnaði: „Við verðum víst að laga þær heil- mikið til. Við höfum ekki efni á að senda þessar upplýsingar í ó- breyttu formi“. Tuomi kynntist einnig ýmsum öðrum Bandaríkjamönnum í sam- kvæmum og á heimilum, t.d. rat- sjársérfræðingi í flotanum, herlið- þjálfa, sem hafði lokið námi í her- njósnaskóla og átti brátt að fara í leynilega sendiför til Miðaustur- landa, verkfræðingi, sem sá um sölu allra nýrra tækja, sem fullkomnuð voru og framleidd af þýðingar- mestu hervarnaverktökum landsins, og ungum manni, sem starfaði við eina stöð CIA (Njósnamiðstöðvar- Tuomi sem skrifstofumaður. Myndin er tekin á jólum 1960. innar bandarísku) nálægt Washing- ton, en yfir þeirri stöð hvíldi óskap- leg leynd. En þessir menn voru var- ari um sig en starfsmenn skipa- smíðastöðvarinnar. Þeir skýrðuhon- um aldrei frá neinum mikilvægum upplýsingum. En samt áleit Miðstöðin í Moskvu það mjög vel af sér vikið af Tuomi að hafa tekizt að eignast þessa nýju vini og kunningja. Af fyrri reynslu vissu menn Miðstöðvarinnar vel, að við nánari kunningsskap og vináttu gæti Tuomi kannske tekizt að finna einhvern leyndan þátt eða veik- leika í fari einhverra hinna nýju vina og kunningja, sem gerði það að verkum, að auðveldara reyndist en ella að fá þá til samstarfs um njósnir. En jafnvel þótt svo reynd- ist ekki, var það vel hugsanlegt, að hinir nýju vinir og kunningjar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.