Úrval - 01.08.1970, Page 117

Úrval - 01.08.1970, Page 117
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 115 ég að segja þér frá því, að það á að koma þér heim næsta ár. Held- urðu, að þú gætir komið því þann- ig fyrir, að þú gætir fengið 2—3 mánaða sumarfrí, þ.e. nægilega langt til þess að koma til Rúss- lands“? „En hvers vegna bara „sumar- frí“?“ spurði Tuomi. „Á ég þá ekki að verða kyrr í Sovétríkjunum“? Galkin hló. „Nei, vinur minn“, svaraði hann. „Þú ferð hingað aft- ur. . . . og verður hér langdvölum“. Þessi tilkynning Galkins var Tu- omi fyrsta sönnun þess, að hann var enn í góðu áliti hjá Miðstöð- inni í Moskvu. Því tók að slaka á spennunni innra með honum, og hann reyndi sitt ýtrasta til þess að leyna því, hversu innilega hon- um létti. „Þetta er góð byrjun hjá þér“, sagði Galkin. „Við ætlum að láta þig sjá um þrjár upplýsingauppsprettur okkar hérna vestra, þrjár af okkar allra beztu. Þar er um bandaríska njósn- ara að ræða, og þeir útvega okkur heilmikið af þýðingarmiklum skjöl- um og teikningum. Við viljum, að þú byrjir að leita að tveim mjög góðum felustöðum fyrir utan New Yorkborg, nógu stórum til þess, að hægt sé að skilja þar eftir skjala- pakka. Svo mun smám saman verða gengið nánar frá öllu fyrirkomu- lagi, þegar Miðstöðin hefur sam- þykkt þessa felustaði". Galkin þagnaði, dró síðan djúpt andann og hóf máls að nýju. „Taktu óskaplega vel eftir því, sem ég hef nú að segja. Þú verður líka að fara eins oft til kafbátastöðv- arinnar í New London og hættu- laust má teljast. Þú ferð þangað sem skemmtiferðamaður. Teldu kafbátana, sem þar eru hverju sinni, einkum kjarnorkukafbátana. Hafðu líka auga með öllum óvenju- lega miklum umsvifum í kafbáta- stöðinni og nágrenninu. Það er sér- staklega mikilvægt, að þú gætir að því, hvort varðmönnum hefur verið fjölgað eða hvort þar er óvenjulega mikill fjöldi vörubíla. Tilkynntu okkur einnig tafarlaust, ef allir kaf- bátar hafa yfirgefið stöðina. Hafðu líka gætur á höfninni í New York. Gættu vel að því, hvort nokkur merki sjást um, að verið sé að hefja undirbúning að því að taka gömlu bryggjurnar, sem notaðar voru í síðari heimsstyrjöldinni, í notkun að nýju, eða hvort það hefur þegar verið gert. Reyndu að komast að því á hverjum morgni, hvort verið hefur óvenjulega mikið um flutn- inga liðs eða stórra vörubíla um borð í skip í New Yorkhöfn um nóttina“. Nú var Galkin farinn að tala mjög hratt, en það var ómeðvitaður vani hans, þegar hann varð æstur og vildi leggja sérstaka áherzlu á orð sín. „Hafðu vakandi auga með því með hjálp Franks og annarra vina, hvort byrjað er að kalla einstaka varaliðsmenn til þjónustu með leynd. Hlustaðu vel eftir hvers kyns orðrómi um, að það sé hafinn und- irbúningur að brottflutningi íbúa eða starfsliðs þýðingarmikilla stofn- ana frá helztu stórborgunum. Næstu vikurnar verðurðu að skýra okkur frá öllu því, sem kann að virðast óvenjulegt. Það gæti verið mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.