Úrval - 01.08.1970, Side 120

Úrval - 01.08.1970, Side 120
118 ÚRVAL kvæmdum? Það avr aðeins eitt svar, sem fékkst, eftir að sérfræð- ingarnir höfðu vegið og metið allar þær leynilegu upplýsingar, sem þeim höfðu borizt. Og svarið var: Á Kúbu. Sú staðreynd, að bandaríska Al- ríkislögreglan vissi um, hvað var að gerast innan sovézka njósnanets- ins, stuðlaði því að þeirri ákvörðun Bandaríkjanna að hefja aftur könn- unarflug U-2 flugvéla yfir Kúbu. Og í fyrsta nýja fluginu þann 14. október árið 1962, yfir hinu þýð- ingarmikla San Cristóbal-svæði á Kúbu, sem farið var í,' tókst Banda- ríkjamönnum að fá sannanir fyrir því, hverjar þessar framkvæmdir Rússanna voru: Þeir voru að koma þar fyrir flugskeytum með kjarna- oddum, og flugskeytum þessum var beint að „hjarta" Bandaríkjanna. Tuomi frétti auðvitað ekkert af kúbanska flugskeytavandamálinu né því hættuástandi, sem það skap- aði, fyrr en Kennedy forseti til- kynnti þjóðinni þessa frétt í „neyð- arávarpi“ til hennar. En honum varð innanbrjósts eins og flestum Bandaríkjamönnum, er hann hlust- aði á forsetann. Hann fylltist bæði skelfingu við líkurnar á kjarnorku- styrjöld og jafnframt reiði yfir und- irferli Sovétstjórnarinnar. Honum hnykkti við, er hann gerði sér grein fyrir því, að hann studdi nú alger- lega Bandaríkin. Sunnudaginn eftir að hættuá- standinu lauk með loforði Sovét- ríkjanna um brottflutning flug- skeytanna, fór Tuomi til þess að horfa á knattspyrnukeppni atvinnu liðanna New Yorkisanna og Wash- ington-Rauðskinnanna. Áhorfendur á vellinum sungu þjóðsönginn af sérstakri tilfinningu. Og þegar söngnum var lokið, hrópuðu áhorf- endur húrra fyrir ættjörðinni. Tu- omi hrópaði eins hátt og allir aðr- ir. „NÚ ER EG TILBÚINN". Tuomi fann, að nú dugði ekki að látast lengur, er hann sat heima í íbúð sinni að kvöldi þessa dags og hugleiddi atburði dagsins. Hann var nú ekki í vafa um sitt raun- verulega viðhorf lengur. Hann við- urkenndi það nú loks fyrir sjálfum sér, að hann var orðinn Bandaríkja- maður að öllu leyti. Trú hans á kommúnismann hafði smám saman dvínað og einnig hollusta hans við Sovétríkin, frá því að hann steig upp í flugvélina á Vnukovoflug- vellinum fyrir utan Moskvu í des- ember árið 1958. Hann gat ekki gert sér grein fyrir hinum ýmsu þrep- um hinnar hugmyndafræðilegu þró- unar sinnar, enda skildi hann ekki að fullu, hvernig þessi hugarfars- breyting hafði átt sér stað. Þegar hann hafði rekizt á eitthvað í Am- eríku í fyrstu, sem tók því fram, sem hann hafði kynnzt í Rússlandi, hafði hann jafnan gripið til rök- semdafærslna hinna kommúnisku kenninga, sem hann hafði lært ut- an að. Þegar hann rakst á stað- reyndir, sem hann gat ekki gefið viðhlítandi skýringu á, gerði hann þær bara útlægar úr huga sér. En raunveruleiki hins virka dags, sem hann hafði lifað í Bandaríkjunum, hafði smám saman haft sín áhrif. Hann sá líka stöðugt skýrar ýms-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.