Úrval - 01.08.1970, Page 123

Úrval - 01.08.1970, Page 123
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 121 skipað að senda aðeins áætlun um leyfi þitt, en að gera ekki neinar slíkar ráðstafanir upp á eigin spýt- ur. Nú verður þú að fresta för þinni. Ógiltu allar áætlanir. Slíttu tengsl- um við alla vini þina, svo að það verði ónauðsynlegt fyrir þig síðar meir að gefa nokkrum manni skýr- ingu á fjarveru þinni. Skýrðu okk- ur strax frá því, hvort þú hefur skilið þessi fyrirmæli og ert reiðu- búinn að fara eftir þeim. Foring- inn.“ í augum Tuomi . voru viðbrögð Miðstöðvarinnar órökrétt og jafnvel algerlega ótrúleg. Hann gat varla sent þeim áætlun um brottför úr landinu án þess að fá fyrst langt leyfi frá störfum hjá húsbændum sínum. Og eins var mjög varhuga- vert fyrir hann að slíta öll tengsl við vini sína, því að slíkt mundi miklu fremur vekja tortryggni en nokkuð annað, sem hann hafði gert. Það hafði kostað hann mikla fyrir- höfn og tekið hann langan tíma að stofna til þessara tengsla og styrkja þau. Sama kvöldið samdi hann dul- málsorðsendingu í mótmælaskyni og bað Miðstöðina um að endurskoða þessa ákvörðun sína. Svar Miðstöðvarinnar var snubb- ótt og hryssingslegt: „Slíttu öll tengsl við alla vini tafarlaust og bíddu frekari fyrirmæla. Foringinn." Tuomi komst í enn meira uppnám, þegar Miðstöðin lét það undir höf- uð leggjast að gefa til kynna, að hún hefði móttekið skýrslu hans um flugskeytastöðvarnar og teikning- arnar af þeim. Hann laumaðist aft- ur til felustaðarins, sem hann hafði heimsótt tveim kvöldum fyrr. Og þarna var segulhylkið enn með þess- um upplýsingum hans í. „Hvað hefur farið úr lagi?“ spurði Tuomi þá Jack og Steve. „Augsýnilega heilmikið," svaraði Jack. „Við getum ekki gert neitt annað en látið eins og ekkert sé, farið eftir fyrirmælum Miðstöðvar- innar og séð til, hvað muni svo ger- ast.“ 'Tuomi gat ekki vitað, að sovézka leyni- og njósnaþjónustan víða um veröld hafði orðið fyrir ofboðslegu áfalli vegna þeirrar uppgötvunar, að Oleg Penkovsky ofursti var njósnari Vesturveldanna. Staða Penkovsky í sovézku samfélagi var slík vegna starfs og mægða, að hann hafði aðgang að leyndarmálum, sem voru Vesturveldunum næstum því ómetanleg. Upplýsingar hans höfðu fullvissað Bandaríkin um það á tímum hættuástandsins á Kúbu, að þeir hefðu ákveðna hernaðarlega yf.irburði yfir Sovétríkin og að Rússarnir gerðu sér grein fyrir því. Þar að auki bjó hann yfir vitneskju um geysilega þýðingarmikla sov- ézka njósnara og ýmiss konar starfsemi þeirra. Nú gátu Rússar ekki vitað með vissú hverjum og hverju hann hefði komið í bobba. Ivan Serov, hershöfðingi, yfirmaður hernjósnanna, var rekinn frá störf- um og einnig nokkrir háttsettir fulltrúar hans. Margs konar fram- kvæmdum var hætt í miðjum klíð- um. Njósnarar voru fluttir til eða kallaðir heim í hópum, annaðhvort þeim sjálfum til verndar eða vegna þess að Rússar sjálfir treystu þeim ekki. Afleiðingarnar af öllu þessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.