Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 22

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 22
20 stutta kynningu giftist hún glæsi- legum leikara, sem hét John Emery og eins og að líkum lætur ein- kenndist hjónaband hennar af sömu ótömdu tilfinningunum og allt ann- að. Kvöld nokkurt sagði Emery henni frá þrætum, sem hann hefði lent í við annan mann. „Það hefði átt að vera ég!“ sagði Tallulah. „Hvers vegna drapstu þessa lús ekki?“ Og um leið sló hún frá sér, svo að Emery fékk risastórt glóð- arauga. Sérkennileg hegðun Tallulah, uppátæki hennar og kæruleysi um allar siðvenjur varð til þess, að slitnaði upp úr hjónabandinu. „Þetta var eins og að lifa alla reisn og dýrð Rómaveldis, og kynnast svo hruni þess og falli,“ andvarpaði Emery seinna. BINDINDI TIL AÐ HITLER TAPI Tallulah gleymdi öllu, sem nefn- ist heilbrigð skynsemi, þegar hún hreifst af einhverju. Hún var mjög hrifin af beisbolta og þótt hún nyti þess að drekka áfengi, fór hún einu sinni í ársbindindi í þeirri von, að þessi fórn fengi eftirlætisliðið henn- ar til að vérða heimsmeistarar. Þeir töpuðu! Samt hætti Tallulah aftur að drekka eftir ósigurinn við Dun- kerque í heimsstyrjöldinni síðari og sór, að bragða ekki dropa af áfengi fyrr en Hitler hefði beðið ósigur. Einn vina hennar, sem minntist til- rauna hennar með beisbolta-liðið, sagði örvæntingarfullur: „Fáðu þér glas í guðanna bænum, Tallulah. Annars töpum við stríðinu!“ Tallulah var metorðagjörn, en ÚRVAL mikilvægast þótti henni samt, að lífið yrði allt ein hátíð Ég hef oft hugleitt það, að hún hagaði lífi sínu eins og svo mörg okkar vildu gera, ef við aðeins þyrðum það. Hún átti vini alls staðar: íþrótta- menn eins og hnefaleikarann Joe Louis — barþjóna, presta, stjórn- málamenn, tónlistarmenn, söngv- ara — eins og Louis Armstrong — og leikarar hópuðust um hana. Hún háði vinsamlegt stríð við blaða- mennina, en hún varð ofsareið, þeg- ar eitt vikublaðið skrifaði, að hún væri 45 ára. „Lít ég kannski út fyrir að vera 45 ára?“ spurði hún æst Irving Hoffman blaðamann. — „Ekki lengur!" svaraði Hoffman. BROS í ÓTÍMA? Tallulah þjáðist af svefnleysi og hlustaði oft á sérútsendingu í út- varpinu um nætur, en þar var rætt við úrhrakið og þá, sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu. Ævisögur þessa fólks höfðu slík áhrif á hana, að útsendingunni óx fylgi og brátt gaf Tallulah góð ráð símleiðis og uppörvaði fólkið. Hún tók líka að sér að hjálpa mörgu þessu óham- ingjusama fólki og síðustu ár ævi hennar hitti maður jafnoft heimil- islausa umkomuleysingja og fræga leikara við hádegisverðarborð henn- ar í New York. Ég var beðin að halda minning- arræðu yfir Tallulah, þegar hún lézt í desember 1968. En þegar ég stóð uppi í prédikunarstólnum og sagði frá henni af ást en þó hrein- skilni, gerðist dálítið furðulegt. Áheyrendurnir fóru að brosa! Ég fór hjá mér — bros við minningar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.