Úrval - 01.03.1971, Page 34

Úrval - 01.03.1971, Page 34
32 ÚRVAL „Hvers vegna“? „Vegna þeirrar ástæðu, sem þér nefnduð, herra“. „Ég nefndi enga ástæðu. Ég spurði spurninga. Standið á eigin fótum, maður, og takið sjálfur afstöðu! Ég spurði yður: „Hvers vegna“? „Nú, vegna þess að tilboðið var dregið tilbaka í símskeyti, var ekk- ert til þess að samþykkja lengur". ,,Og hvaðan hafið þér þá hug- mynd? Ef ég ber fram tillögu og þér samþykkið hana, hefur þá ekki orðið um gagnkvæmt samkomulag á milli okkar að ræða á því augna- bliki, er þér samþykktuð tilboð mitt? Þar að auki var samþykki B ekki aðeins vitundarlegs eðlis, held- ur skriflegt, og hann setti þetta skriflega samþykki sitt í póst, þann- ig að hann hafði ekki lengur vald á því. Gerir það engan mun“? „Jú, herra, kannske mundi það gera einhvern mun“. „Kannske? Það mundi gera mun, er það ekki“? Spurningin, sem hin hljómmikla rödd bar nú fram, var svo snögg, að það var eins og fall- byssuskot hefði kveðið við í saln- um. „Jú, herra, það er rétt“. Terry prófessor starði um hríð á Thomas og sneri sér svo að ein- um stúdent. „Herra McGraw, sjón- armiði hvors þeirra eruð þér nú samþykkur, þ.e. endanlegu svari herra Nizers eða endanlegu svari herra Thomas". ,,Ég held, að það hafi þegar ver- ið um samning að ræða, þegar B setti skriflegt samþykki sitt í póst. Ekkert, sem gerist þar á eftir, getur breytt þeiT-ri staðreynd". „Jæja, getur ekkert breytt henni“? spurði Terry prófessor. Það mátti nú greinilega sjá glampa á rauða slímhúðina innan á neðri vör hans. „En gerum nú ráð fyrir því, að B hringi í A, eftir að hann hefur sett skriflegt samþykki sitt í póst- inn, og segi: „Ég hef ákveðið að kaupa ekki bílinn yðar. Gjörið svo vel að taka því ekkert mark á bréfi því, sem þér munuð brátt móttaka frá mér‘. Er þá samt um gildan kaupsamning að ræða“? „Já, herra“. Nú var sem birti yfir andliti Terrys prófessors, og gaf það til kynna, að hann hefði þegar opnað gildruna: „En gerum nú ráð fyrir, að A selji C bílinn sinn. Getur B hafið málssókn gegn honum fyrir samningsrof1? „Ja... .“ Og herra McGraw skipti að síðustu einnig um skoðun. Það skipti engu máli, hvaða af- stöðu næsti stúdent tók í málinu. Hann var einnig hundeltur af sama miskunnarleysinu. Loks kom það fram, að svör okkar allra reyndust vera rétt. Lög sumra fylkjanna fylgja einni reglunni, en sumra annarri. Það, sem álitinn væri full- gildur kaupsamningur í Massachu- settsfylki, mundi ekki vera álitinn vera það í New Yorkfylki. Okkur lærðist því í allra fyrstu kennslu- stund okkar, að lögin væru ekki raunvísindagrein, heldur væri þar um að ræða heimspekilega viðleitni til þess að viðhalda siðferðislög- málum og fara eftir þeim. Og rök- vísin, sem stuðzt var við í þeirri viðleitni, var ekki óskeikul eða ó- hrekjanleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.