Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 117

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 117
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 115 gat ekki verið viss um, að ég hefði tekið þá ákvörðun,, sem bezt var, en mér lærðist að taka þessu sem vandamáli, er ég yrði að horfast í augu við æ ofan í æ, vandamáli, sem yrði aldrei hægt að leysa að fullu. Og mér lærðist að lifa í sátt við það vandamál. Er dró að árslokum, hafði ég þegar framkvæmt tvo erfiða upp- skurði, sem staðfestu þá skoðun mína, að ef til vill væri ég orðinn dugandi skurðlæknir að dómi þeirra, sem voru hæfir til að dæma um slíkt. í báðum tilfellum var um að ræða ættingja starfandi lækna við sjúkrahúsið. í báðum tilfellum hafði ég búizt við því að verða að víkja til hliðar fyrir starfandi skurðlækni, en þess í stað var ég beðinn um að framkvæma upp- skurðinn sjálfur. Nú hafði ég náð það langt, að starfandi skurðlæknar við sjúkra- húsið litu ekki langur á mig sem „tilvonandi" skurðlækni, sem þeim bæri skylda til að kenna og fræða, heldur sem jafningja sinn. Það var einmitt þessi viðurkenning, sem ég hafði unnið svo lengi og ötullega að því að ávinna mér. Nú hafði ég hlotið hana. Og ég fann það einn- ig í hjarta mínu, að ég átti hana skilið, og það var enn þýðingar- meira. En samt verður maður aldrei skurðlæknir í raun og veru. Það er réttara að segja, að maður stefni stöðugt að því að verða skurðlækn- ir. Ég vissi það þá eins og ég veit það núna, að ég yrði heldur nær því en áður að verða skurðlæknir eftir hvern uppskurð, sem ég fram- kvæmdi, eftir hverja ákvörðun, sem ég tók, eftir hvert það erfiða vandamál, sem ég horfðist í augu við. AÐ HLÆJA EÐA GRÁTA Síðasta morgun okkar í sjúkra- húsinu, þ. 30. júní, fórum við Walt Kleiss á stoíugang saman á öllum þrem deildunum. Hann átti að verða næsti yfirlæknir, og við ræddum í stuttu máli, hverjar áætlanir hans væru fyrir hvern sjúkling. Ég bar fram nokkrar uppástungur, þótt ég vissi, að hann mundi ekki fara eftir sumum þeirra, og ég kvaddi hjúkrunarkonurnar og sjúkraliðana. Maður hefði getað ímyndað sér, að kveðjurnar mundu einkennast af viðkvæmni og taka langan tíma eftir öll þessi áir. Við drukkum kaffi í eldhúsinu á hverri deild og töluðum um liðnar stundir í nokkr- ar mínútur, og svo var kominn tími til þess að koma sér að vinnu aft- ur. Sharon yfirhjúkrunarkona á deild M4 settist jafnvel ekki niður. Hún hafði þrjá mjög veika sjúkl- inga í sinni umsjá þessa stundina, og þurftu þeir að njóta stöðugrar og nákvæmrar umönnunar. Hún þorði því ekki að fara frá þeim. Eftir að stofuganginum lauk, sagði hún bara við mig: „Það hefur ver- ið ánægjulegt að starfa með þér, dr. Nolen. Gangi þér allt í haginn." Og ég svaraði: „Þakka þér fyrir, Sharon. Ég kann vel að meta alla þína hjálp.“ Og það var allt og sumt. Eftir hádegismatinn þurfti Walt að ræða við nokkra sjúklinga, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.