Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 118

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 118
116 ég átti eftir að ganga betur frá farangri mínum. Og því skildum við þá. Ég vissi, að ég mundi hitta hann og hitt starfsfólkið á bóka- safninu klukkan fjögur til þess að fara yfir spjöld sjúklinganna. Og þar gæti ég þakkað þeim endan- lega fyrir samstarfið og kvatt þau síðan. Það tók mig lengri tíma en ég hafði búizt við að tína saman bæk- urnar mínar og fötin. Og klukkan var því orðin rúmlega fjögur, þeg- ar ég hafði skilað herbergislyklun- um. Ég gekk yfir að bókasafninu og reyndi að semja nokkrar heppi- legar setningar til þess að segja í kveðjuskyni. Ég vissi ekki, hversu viðkvæmur ég ætti að verða. Þetta hafði verið mjög samræmdur starfs- hópur, og ég vildi segja þeim, hversu vel mér hefði líkað við þessa félaga mína. En samt fannst mér það ekki viðeigandi að verða allt of viðkvæmnislegur í orðum á þessari kveðjustund. Ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu. Það sást engin sála í bókasafninu, aðeins miði á umræðuborðinu. Orðsendingin var stutt og án alls málskrúðs: „Bill. Því miður verð ég að hætta við spjaldaumræðurnar í dag vegna óskaplegs annríkis. Einn af sjúkl- ingunum, sem ég þurfti að ræða við og skoða, reyndist vera með skeifugarnasár, og blóðið rann nið- ur af honum. Ég er búinn að fara með hann beint í skurðstofuna. — Larry og hinir strákarnir eru önn- um kafnir á slysavarðstofunni vegna tveggja slæmra brunatil- fella. Það var gaman að vinna með ÚRVAL þér. Hafðu samband við okkur. Gæfa og gengi. Walt.“ Ég fékk mér kaffibolla og settist niður. En hve þetta er viðeigandi! hugsaði ég. . . . Alveg dæmigert fyrir Bellevue! Einn læknirinn fer og annar tekur við, en sjúklíng- arnir halda áfram að streyma að að eilífu. Er ég sat þarna og hugsaði um þjálfunarár mín, fannst mér miklu auðveldara að minnast allra ánægjulegu augnablikanna, augna- blika afreka og sigra, fremur en augnablika mistaka og örvænting- ar. Ég hlakkaði til þess að hefja störf sem einkalæknir. En ég vissi, að ég mundi sakna Bellevue alla mína ævi. Þessi fimm ár höfðu verið erfið. Þau höfðu verið erfið, bæði líkamlega og tilfinningalega. Og ég vissi, að ég gæti ekki lifað þau að nýju, þótt mér byðist slíkt. Ég hefði blátt áfram ekki mátt til þess. En ég gerði mér líka grein fyrir því, að þetta hafði verið dá- samleg reynsla. Ég fór út úr bókasafninu og þrammaði niður fimm hæðir í síð- asta sinni. Þegar ég fór út um bak- dyrnar og gekk í áttina að bíla- stæðinu, var ungur strákur einmitt að stíga út úr bíl með ferðatösku í hendinni. „Afsakið," sagði hann, „en hafið þér nokkra hugmynd um, hvar 2. skurðlæknaliðið er til húsa?“ Er ég sá þetta breiða bros, fullt áhuga, á þessu hrukkulausa, glað- lega andliti, er var laust við öll merki þreytu, vissi ég ekki, hvort ég ætti heldur að hlæja eða gráta. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.