Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 13

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 13
VINSÆLDIR HITABELTISFISKA . . . 11 Þegar öllum kurteisisskyldum hafði verið fullnægt, hóf Mendez viðskiptin. Tveir unglingar óðu um í ánni upp í mitti rétt við árbakk- ann. Á milli sín drógu þeir fer- hyrnt net úr fínriðnu, grænu nyloni. Þeir óðu áfram um 30 feta leið og sneru svo aftur að bakkan- um. Þegar vatnið rann úr netinu, tók allt að glitra þar1 og . glóa í skærum, leiftrandi litum. Fimir fingur gripu iðandi rauðar, bláar og grænar agnir, er virtust vera agnir úr sjálfum regnboganum, og létu þær renna varlega ofan í fötu. „Þrjár tetrur og fjórir San Juan- steinbítar,“ sagði Mendez. Börnin brostu af ánægju. Þau höfðu unn- ið sér inn þrjú cent! Hinir dýr- mætu fiskar voru látnir renna ofur varlega niður í gamla olíutunnu, en í henni var veiði vikunnar . . . 300 hitabeltisfiskar. í héraði, þar sem er næstum ógerningur að vinna sér inn nokkra peninga, var tals- vert fjármagn geymt í þessari tunnu. Mendez skýrði okkur frá ýmsum hættum, sem samfara eru þessari einkennilegu sérgrein innan fisk- iðnaðarins, er við héldum áfram söfnunarferð okkar. Á afskekktari svæðum árinnar eru caymanhá- karlar og eitraðir snákar. Anacon- daslöngur liggja í leyni í trjám á árbakkanum. Enginn fer nakinn út í ána vegna örlítils fisks, sem kall- aður er candiru eða canero. Hann er aðeins 3—4 þumlungar á lengd og sverleikinn á við mjóan blýant. Hann smýgur inn um op líkamans. Þegar hann er kominn þangað inn, er ekki hægt að draga hann út aftur vegna hvassra króka, sem eru á skrokk hans. Og fórnardýrin deyja úr sýkingu. Og þarna er líka mannætufiskurinn piranha, ógn- vænleg ófreskja með rýtingshvass- ar tennur. Þeir synda um í stórum torfum og 'geta rifið fórnardýr sín í tætlur. Venjulega ráðast þeir að- eins á aðra fiska, en stundum ráð- ast þeir þó á fólk eða dýr. Þegar ég var kominn aftur til Iquitos, fór að renna upp fyrir mér, hvers vegna það er svona geysi- legur munur á því verði, sem þorpsbúa við Amazonfljótið er greitt fyrir fiskana, og söluverðs- ins í verzlunum í mörg þúsund mílna fjarlægð. Hinn sjaldgæfi kóngablái discusfiskur (kringlu- kastari) frá Brasilíu færir t. d. hin- um heppna veiðimanni heilan fjár- sjóð í aðra hönd ... 50 cent! En þá sjaldan sem hann er fáanleg- ur, getur verð hans farið upp í 100 dollara í verzlunum í New York. Eftirfarandi skýring fékkst á þessum ofböðslega verðmuni. Að- stoðarmenn, sem biðu við höfnina í Iquitos, stöfluðu kössunum, sem höfðu að geyma um 2000 fiska, sem fengizt höfðu í leiðangri okkar, á vörubifreiðir og flýttu sér með þá til hinnar stóru fiskageymslu Men- dez. Þar var um að ræða risavax- ið, opið byrgi, sem í voru hundruð vatnsgeyma. Þökin voru þakin pálmagreinum til þess að halda jöfnum hita á vatninu eða 26.6° á Celsius. Margar tylftir fiska voru þegar dauðar af álagi ferðalags- ins. í nokkra daga yrði síðan að dekra við þá, sem eftir lifðu. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.