Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 98

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 98
96 URVAL það verið, að röntgenfræðingur hefði tekið þær traustataki til þess að nota á fundi eða ráðstefnu eða það, sem var enn verra, til þess að setja í einkasafn sitt! En í báðum tilfellum var þá ekki um neitt ann- að að gera en að senda inn beiðni um aðra röntgenmyndatöku. En slíkt gat tekið eina eða jafnvel tvær vikur, eftir því hve margar beiðnir voru óafgreiddar. Það virtist ekki vera svo erfitt viðfangsefni að skipta um gipsum- búðir á Swanson. Á okkar deild var sérstakt beinbrotaherbergi, og þar var gipsumbúðasög, gips- umbúðir og færanleg röntgen- myndatökuvél. Ég fyndi bara hjólastól, setti herra Swenson í hann, færi með hann í beinbrota- herbergið, tæki af honum gipsum- búðirnar, tæki röntgenmynd, fram- kallaði hana og setti aðrar gipsum- búðir á hann. Þetta var ekki svo erfitt, eftir að maður hafði lært, hvernig átti að framkvæma það. En vandinn var bara sá, að sem læknakandídat vissi ég það ekki. Blaðið á rafknúðu gipsumbúða- söginni snerist ekki í hringi, heldur titraði það bara hratt og skar þannig. Mér hafði verið sagt, að í rauninni væri næstum ómögu- legt að meiða neinn með þessari vél. „Herra Swanson," sagði ég með geysilegu örvggi í röddinni, „þetta er ekki vitund sárt. Þér finnið kannski fyrir svolitlum hita af blaðinu, þegar ég sker í gegnum gipsið, en þetta blað snýst ekki, heldur hristist það bara. Það getur því ekki skorið yður.“ Ég ýtti á handfangið. Blaðið skarst inn í gipsið. „Stöðvið vélina!“ æpti herra Swenson og dró að sér fótinn, svo að ég náði ekki til hans. „Þér sker- ið mig.“ „Vitleysa, herra Swenson,". svar- aði ég. „Þér finnið bara fyrir hitan- um.“ Ég hófst aftur handa . . . og fór mjög varlega. En við annan eða þriðja hvern skurð rak hann upp öskur. Ég var farinn að velta því fyrir mér, hvort sagarblaðið hefði kannske skorið hann í raun og veru. Það lék enginn vafi á því, þegar ég náði loks gipsumbúðunum af honum. Báðum megin á fæti hans voru myndarlegir skurðir. Þeir voru að vísu ekki djúpir, guði sé lof, en þeir voru fjári langir. Nú reyndi á tungulipurð mína, en mér tókst samt um síðir að sannfæra herra Swenson um það, að þessir skurðir væru honum að kenna. — (Hann hefði hreyft fótinn of mik- ið). Það yrði ekki mikill vandi að fjarlægja sauminn úr skurðinum á herra Rollins, svo framarlega sem það væru nokkur skæri á með- höndlunarborðinu. Ef svo væri ekki, yrði þetta kannske að bíða þangað til næsta dag. Ristilspegl- unin á ristli herra Flanders út- heimti, að það varð að leggja hann á sjúkraborð, aka honum inn í hliðarherbergi og athuga neðsta hluta meltingarvegar hans í gegn- um málmpípu, sem var um lVi þumlungur í þvermál og 15 þuml- ungar á lengd. Þetta var heldur ekki erfitt viðfangsefni, svo fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.