Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 56

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL hann hafi auðmjúklega þvegið fætur Júdasar eins og allra hinna ellefu, segir hann: „Þér eruð hrein- ir, en að vísu ekki allir.“ Hinir lærisveinarnir hefðu ekki hikað við að ráðast á Júdas, ef hann hefði ljóstrað upp um hann. Þeir elska Jesúm af öllu hjarta og sumir þeirra eru vopnaðir. En Jesús sýnir þó vaxandi sálar- angist sína „hrærður í huga“. „Einn ykkar mun svíkja mig.“ Þeim verður líkt við og þeir hefðu fengið hnefahögg í andlitið. „Þá litu lærisveinarnir hver á ann- an og voru í óvissu, um hvern hann talaði." Svo spyrja þeir hver í kapp við annan: „Herra, er það ég?“ Lærisveinninn, sem Jesús elskaði mest, Jóhannes, fær að vita leynd- armálið. „Það er hann, sem ég gef bita þann, sem ég nú dýfi í.“ Eins og siðvenja er dýfir Jesús sem gestgjafinn brauðbita í og býður Júdasi, sem þiggur brauðið. Jesús minnist þess, hve lengi þeir hafa þolað saman súrt og sætt og rifjar upp orðin úr 41. sálminum: „Sá, er etið hefur af mat mínum, lyftir hæl sínum í móti mér.“ Jesús sýnir Júdasi vorkunnsemi meðan kvöldmáltíðin stendur yfir til að veita honum síðasta tæki- færið til að hverfa úr hópi samsær- ismannanna, en Jóhannes segir okkur: „Satan fór inn í hann!“ Þeg- ar Júdas rís upp frá borðum, biður Jesús hann aðeins um eitt: „Það, sem þú gjörir, það gjör þú skjótt.“ Hinir sitja kyrrir og álíta, að Jesús hafi sent Júdas til bæjarins til að kaupa það, sem þarf til há- tíðarinnar eða gefa fátækum ölm- usur. Júdas hefur ekki hvikað frá ásetningi sínum og hann leggur af stað til að svíkja Jesúm. Hann veit, að Jesús og lærisveinar hans ætla að dvelja um nóttina í Getsemane- garði, sem er grýttur olíulundur. Júdas ætlar að ganga til Jesú og kyssa hann á kinnina, til að koma í veg fyrir, að rangur maður verði tekinn. Þannig heilsa menn rabbí- um og hann hafði efalaust gert það margsinnis áður. „Heill og sæll, rabbí!“ Jesús svar- ar kveðju svikarans vingjarnlega: „Vinur, hví kemur þú hér?“ Skamma stund standa þessir ósætt- anlegu andstæðingar andspænis hver öðrum. Það blikar á vopn í birtunni frá flöktandi kyndlum. Pétur bregður sverði sínu og hegg- ur eyrað af þjóni æðstaprestsins. „Sting sverðinu í slíðrin,“ skipar Jesús honum. „Allir, sem beita sverði, falla fyrir sverði. Ætti ég ekki að drekka bikarinn, sem fað- irinn hefur að mér rétt?“ Andar- taki síðar er Jesús færður á brott. Köld morgungolan leikur um kyrr- látan olíulundinn. „SONUR GLÖTUNARINNAR" Var Júdas viðstaddur, þegar Jesús var dæmdur? Var hann með- al þeirra, sem vitnuðu gegn hon- um? Við vitum aðeins, að hann iðraðist mjög, þegar Jesús var dæmdur til dauða. Við getum ímyndað okkur, hvernig hann gekk fram fyrir ráð Gyðinga meðan silf- urpeningarnir glamra í pyngjunni. „'É'g hef syndgað,“ hrópar hann. „Ég hef svikið saklaust blóð.“ — Æðstuprestarnir eru í þann veginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.