Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 109

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 109
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 107 vegar. Grove gerði ráðstafanir til, að hún yrði skorin upp klukkan þrjú síðdegis. Ég átti að vera hon- um til aðstoðar og byrjaði að þvo hendur mínar og skrúbba rétt fyrir þann tíma. Það var auðvitað skortur á mannasiðum að fara yfir að þeirri hlið skurðborðsins, sem skurðlækn- irinn ætlaði að vinna við, án þess að manni væri boðið slíkt. Því tók ég mér stöðu vinstra megin. Grove gekk yfir að hægri hlið sjúklings- ins og tók upp skurðhnífinn. Svo leit hann á mig. Hann hlýtur að hafa séð vonbrigðasvipinn á and- liti mínu. „Jæja þá, Nolen, komdu þá hingað,“ sagði hann. Við skipt- um um stað. Þetta var fyrsti uppskurðurinn, sem ég hafði aðstoðað Grove við. Og hann var djöfullegur frá upp- hafi til enda. Ég var ekki fyrr bú- inn að taka upp skurðhnífinn en hann fór að hrópa á mig: „Veiztu jafnvel ekki, hvernig þú átt að halda á hníf, Nolen? Hérna.“ Að svo mæltu tók hann skurðhnífinn úr hendi mér og hreyfði fingur mína með sínum. „Svona, þetta er nær því.“ Ég risti byrjunarskurðinn í gegn- um húð og fituvef. Ég var í þann veginn að skera dýpra, þegar hann breiddi grisjulag yfir skurðinn og stöðvaði þannig uppskurðinn. Ég leit á hann. „Nolan,“ sagði hann, „hvað held- urðu, að þú sért að gera . . . að skera burt vörtu? Þú kemur hönd- unum á þér aldrei inn um þetta op. Skerðu skurð, sem þú getur verið stoltur af.“ É'g lengdi skurðinn um einn þuml- ung í báða enda, en hann var samt . ekki ánægður. „Hérna, heigullinn þinn. Skerðu hérna.“ Uppskurðurinn hafði þegar stað- ið yfir í tíu mínútur, og við vorum aðeins komnir niður að fyrsta vefjalaginu. Nú byrjaði ég að skera þetta vefjalag eftir endilöngum skurðinum, alveg út til endanna báðum megin. Og enn kastaði Gro- ve sáragrisju yfir sárið. „Nolen,“ sagði hann, „hefurðu nokkurn tíma grafið holu? Svaraðu mér ekki. Það er augsýnilegt, að það hefur þú ekki gert. Ég skal segja þér svolítið. Þegar maður grefur holu, hefur maður hana víð- ari efst en neðst. Það er auðveld- ara á þann hátt. Og það er einmitt það, sem skurður er . . . hoIa!“ Og þannig hélt hann áfram í þrjá langa klukkutíma. Hann gerði sig ekki ánægðan með það, hvernig ég hnýtti hnúta eða hvernig aðferð ég notaði við aðgerð á slagæðinni eða hvernig ég saumaði. Þegar ég notaði skæri til þess að skera gall- blöðruleiðsluna, hrópaði hann upp yfir sig: „Nolen, þú ert skurðlækn- ir, en ekki dýralæknir! Notaðu hníf. Réttu mér þessi fjandans skæri.“ Hann greip skærin úr hendi mér og kastaði þeim á gólfið. „Snúðu þér nú aftur að starf- inu!“ sagði hann svo. Eg var eins og undin tuska, þeg- ar uppskurðinum var lokið. Ég hefði getað kyrkt hann með ber- um höndum. En þegar ég sá þenn- an kvika, smávaxna mann hníga niður í hægindastól í búningsher- berginu, þennan mann, sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.