Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 112

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL um sínum og byrjaði að skera hann burt. Það getur oft verið erfitt að greina tauganet þetta frá vöðvavef, öðrum taugum eða eitlum og kirtl- um. „Eg held ekki, að þetta séu réttu taugarnar, dr. Friedman," sagði ég. „Auðvitað eru þetta þær réttu, Bill,“ svaraði hann. „Sérðu ekki taugahnútana? Ég er viss um að þetta eru réttu taugarnar." Umsögnin, sem send var tilbaka frá meinarannsóknastofunni, um hnúð þennan, hljóðaði svo: „sog- æðaeitlar; engin taug sýnileg." Ég hitti dr. Friedman á stofu- gangi morguninn, er greiningin kom frá meinarannsóknastofunni. „Hvað ætlarðu að gera við herra Myers?“ spurði ég. „Senda hann heim,“ svaraði hann. „Honum líður ágætlega." „Sástu greiningu meinarann- sóknastofunnar?" (Hann hafði séð hana. Ég hafði séð hann lesa hana). „Nei.“ „Þú náðir ekki tauginni." „Gerði ég það ekki? Fjandinn sjálfur!“ Hann þagnaði og hugsaði sig um svolitla stund. Svo sagði hann: „Jæja þá. Ég skal tala við hann. Við skerum hann upp aftur eftir nokkrar vikur, ef hann hefur þolinmæði til þess.“ Dr. Friedman var indæll maður og í rauninni heiðarlegur. En hann hefði samt aldrei sagt herra Myers frá þessum mistökum sínum, hefði ég ekki vitað alla málavöxtu. Orð H. L. Menckens eiga hér vel við: „Samvizkan er þessi litla rödd, sem segir okkur, að einhver kunni að fylgjast m»ð okkur.“ ÞAÐ VAR EINS OG ÉG SÆI SJÁLFAN MIG! Þegar ég kom aftur til Bellevue- sjúkrahússins eftir dvöl mína á Norðurströnd, var Jack Lesperance yfirlæknir þar. Og nú gegndi ég einu af þýðingarmestu aðstoðar- læknisstörfunum. Maður fann það greinilega, þegar maður hækkaði þannig í tign, því að skyndilega voru miklu fleiri farnir að biðja mann um að framkvæma það, sem framkvæma þurfti, heldur en að skipa manni það eins og áður. ,Tveir af aðstoðarlæknunum gegna þýðingarmestu störfunum og eru helztu aðstoðarmenn yfirlæknisins. Þeir eru ábyrgir fyrir öllum ákvörð- unum, þegar hann er ekki við. Jack var kannske önnum kafinn á skurð- stofunni, þegar komið var með mann með brjóstholsbrot. Ef ég eða Walt Kleiss, hinn aðstoðarlæknir- inn, er gegndi sams konar starfi og ég, vorum við, þá gáfum við fyrirskipanir um, hvað gera skyldi manninum til bjargar. Við fórum einnig á stofugang fyrir Jack á morgnana, þegar hann var að skera upp. Ég tók eina deild- ina, og Walt tók hinar tvær eða öfugt. Það var okkar starf að sjá um, að hinir aðstoðarlæknarnir og læknakandídatarnir vanræktu ekki neitt. Morgun einn kom ég að rúmi sjúklings, sem hafði haft enda- þarmskýli, sem hreinsað hafði ver- ið fyrir tveim dögum. „Hvernig gengur því að gróa?“ spurði ég Charlie Schultz aðstoðar- lækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.