Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 102

Úrval - 01.03.1971, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL Swanson að nafni. Það var alltaf troðfullt á þessari deild. En Jean var alltaf róleg og viðfelldin í við- móti, á hverju sem gekk. Það var skapgerðareiginleiki, sem kom í góðar þarfir í þessu starfi. Ég minnist þess, að ég varð eitt sinn reiður, er ég var að stumra yfir frú Ramos, sem var með blæð- andi magasár. Ég vildi fá að skera fyrir æð á ökkla til þess að gefa henni blóð, því að æðarnar í hand- leggjum hennar voru ekki heppi- legar fyrir blóðgjöf. En hún neit- aði að leyfa mér að framkvæma þetta. Hún var hrædd um, að það yrði svo sárt. Ég hafði unnið mestalla nóttina á undan og því var kannske von, að ég missti stjórn á mér. „Fjandinn hafi það,“ hrópaði ég að henni, „ef þér leyfið mér ekki að gera þetta, blæðir yður kannske út! Ég er orðinn þreyttur á þessu hugleysi yðar.“ Auðvitað gerði þetta bara illt verra. Frú Ramos fór að gráta, og nú var ómögulegt að fá hana til nokkurrar samvinnu. Jean hafði fylgzt með þessu úr fjarlægð. Hún gekk nú að rúminu og sagði við mig: „Dr. Nolen, það er nýlagað kaffi frammi í eldhúsi. Kannske vilduð þér fá einn boRa?“ Ég fór fram í eldhús til þess að fá mér kaffisopa. Jean kom til mín að nokkrum mínútum liðnum, og við röbbuðum síðan saman um kvikmynd, sem við höfðum séð. Þegar ég kom aftur að rúmi frú Ramos, varð ég var við, að hún hafði nú alveg skipt um skoðun. Jean hélt í höndina á henni, meðan ég skar í ökkla hennar til þess að komast að æðinni. Og hún var hin samvinnuþýðasta á allan hátt. Þeg- ar ég hafði lokið verki minu, sagði frú Ramos: „Fyrirgefið, læknir. Ég var bara svo hrædd.“ „Mér þykir þetta líka leitt,“ sagði ég. „Ég hefði ekki átt að missa stjórn á skapi mínu.“ „Ég skil það svo vel,“ sagði frú Ramos. „Ungfrú Swanson sagði mér frá því, hve mikið þér vinn- ið.“ Jean sagði ekki orð. Á M4-deildinni var Sharon Avery yfirhjúkrunarkona. Þær Jean og Sharon voru algerar andstæður. Jean var blíð. Sharon var mesta hörkutól. Jean var alúðleg. Sharon var venjulega hæðnisleg. Jean var kvenleg. Sharon var það ekki. En samt voru þær báðar fyrirmyndar- hjúkrunarkonur. Ástæða þess, að báðar þessar konur, sem höfðu svo geysilega ólíka skapgerð, gátu samt báðar rækt störf sín svo framúr- skarandi vel, stafaði af þeirri stað- reynd, að sjúklingar Jean voru konur, en sjúklingar Sharon voru aftur á móti karlmenn. Viðmót og viðbrögð Jean hefðu ekki komið að neinum notum á M4-deildinni. Og viðmót og viðbrögð Sharons hefðu ekki heldur komið að nein- um notum á M5-deildinni. Ég minnist fyrsta dags míns á M4-deildinni. Ég gekk þangað inn, einmitt þegar sjúklingarnir voru að ljúka við morgunverðinn. Sharon stóð við hliðina á rúmi einu, sem stór og þrekinn sjúklingur lá í. Síðar frétti ég, að á honum hefði verið gerð kviðslitsaðgerð. Hún var að hrópa að honum: „Segðu ekki þessa vitleysu, Simmons. Ég fædd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.