Úrval - 01.09.1972, Side 22

Úrval - 01.09.1972, Side 22
20 ÚRVAL biður þess, að höfrungurinn geri slikt sjálfviijugur í geyminum eða lauginni, sem hann er geymdur i. Um leið og höfrungurinn gerir slikt, blæs þjálfar- inn i flautu og kastar fiski til hans. Og að þvi kemur, að höfrungurinn fer að tengja stökkin við fiskverðlaun, sem honum eru veitt fyrir stökkin. Hann er fljótur að læra, og innan mánaðar byrjar hann að læra flóknari listir. Brátt er hann farinn að láta bolta skoppa upp og niður á trýninu á sér, að gripa plastgjarðir, að koma til kafara, þegar hann kallar i hann, og að bera hluti i kjaftinum. Annar höfrungur. Simo að nafni, hefur verið þjálfaður i Mote-hafrann- sóknarstofnuninni i Sarasota i Floridafylki til þess að reka burt há- karla eftir skipun. Tilraun þessi hefur gefizt mjög vel, og visindamenn eygja þvi þann möguleika, að hægt verði ein- hvern tima að nota höfrunga eins og varðhunda til þess að verja kafara, meðan þeir eru að vinna neðansjávar. Atakanleg flækja. En þangað til svi verður, kunna höfrungarnir sjálfir að þarfnast ein- hverrar verndar .... gegn manninum. Höfrungskjöt er ætt, og margar þjóðir heims eru gráð"gar i það. Japanir veiða höfrunga i þúsundatali árlega. Sama er að segja um ibúa Nýju- Guineu, Salomonseyja, Tyrklands og sumra landa i Suður-Ameriku. Mörg VINUR MANNSINS, HÖFRUNGURINN 21 riki (þar á meðal Bandarikin) hafa sett lög, sem miða að þvi að vernda höfrunga fyrir gráðugum fiski- mönnum. En túnfiskar og höfrungar synda oft saman i torfum, og þvi er hætt við, að höfrungar séu oft drepnir óvart af fiskimönnum, sem eru á tún- fiskveiðum. Áætlað er, að um 250.000 höfrungar veiðist árlega i túnfiskinet og drukkrii þar. Með hjálp neðansjávarhljóðtækja hefur William Perrin við Fiskveiði- þjónustu Bandarikjanna unnið að at- hyglisverðum tilraunum i samvinou við þá James F. Fish og William Cummings við Hafrannsóknarstofn- unina i San Ðiego, en þeir hafa fuil- komnað aðferðir til þess að útvarpa hljóðum þeim, sem drápshvalurinn gefur frá sér. Þeir hafa gert tilraunir með hljóðupptökur þessara hljóða drápshvalanna, sem eru erkiféndur höfrunganna. Og þannig hefur þeim tekizt að hræða höfrungana út úr tún- fiskinetunum i gegnum sérstakt „loft- gúmhlið”. Hliðinu er lyft með,-þvi að dæla samþjöppuöu lofti inn i það. Og það er látið siga með þvi að hleypa þessu lofti út. Ein árangursrik tilraun hefur þegar verið gerð, og slikur út- búnaður getur orðið útbreiddur á tún- fiskibátum i framtiðinni, þannig að þá verði endir bundinn á þessa óviljandi slátrun höfrunganna., Ég vona það. Höfrungurinn hefur gert mikið fyrir manninn, og hann hefur möguleika á að gera miklu meira fyrir hann. Það væri harm- leikur, ef við glötuðum þessum vin- gjarnlega og töfrandi neðansjávar- bandamanni okkar. Eitt hið furðulegasta i fari höfrungs- ins er viðhorf hans til mannanna. Hann er rándýr af sama tannhvalaætt- bálki og hnisan og drápshvalurinn, búinn hvöss'um, útstæðúm tönnum, sem eru allt að 200 talsins i um 30 af þeim 40 tegundum höfrunga, sem til eru. Og tennur þessar gætu sniðið handlegg af manni án mikillar fyrir- hafnar. Höfrungurinn étur 16-18 pund af fiski og kolkrabba á dag. Hann gæti auðveldlega notað harða beintrjónuna sem öflugt árásarvopn, en samt veit enginn dæmi þess, að ótamdir höfr- ungar hafi ráðizt á menn. Nú er jafnvel verið að þjálfa höfr- unga til þess að starfa með mönnum, og er þar um nýja tegund hópsam- starfs neðansjávar að ræða, sem miklar vonir eru bundnar við. 1 Makapuuhafrannsóknarstofnuninni á Oahueyju á Hatvaiieyjum varð ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.