Úrval - 01.09.1972, Side 38

Úrval - 01.09.1972, Side 38
36 ÚRVAL lftilli sveif, sem þenur tæki þetta Ut eins og bilalyftara. Hann stingur hendinni i flýti inn i hið 8 þumlunga breiða op, sem myndazt hefur, og sker I gegnum gollurshúsið og þvingar brúnir þess i sundur með þrem sverum, svörtum þráðum. Nú kemur hjarta frú Kelleys i ljós. Það slær reglulega. Gullnar fituagnir og marglitir bláir og rauðir vöðva- þræðir glitra eins og hlýleg litbrigði sólarupprásarinnar. „Fegursta sýn i riki Móður Náttúru,” tautar DeBakey lágt. Dr. Mattox og Ellen Morris hjúkrunarkona rétta honum sfðan skurðtækin hvert af öðru án þess að segja orð. Þau halda i lausu endana á þvingunarþráðunum og soga burt blóöið, sem vætlar i aðalæðarnar, sem liggja frá hinu starfandi hjarta, og annarri inn i slagæð i hægra læri frú Kelleys. Slöngur þessar liggja siðan fyrir aftan hann að hjarta-og lungnavél, gijáandi tæki úr ryðfriu stáli. Úr þvi hangir stór, sótt- hreinsaður plastpoki. Þessi poki er súrefnisgjafinn, sem blóðið mun streyma um, meðan DeBakey stöðvar starfsemi hjartans svolitla stund. Fyrir neðan poka þennan eru stjórn- og mælitæki, sem stjórna hinum þrem dælum, sem DeBakey hefur fundið upp, hinum snilldarlega „vélvöðva”, sem mun koma i stað hjarta frú Kelleys, þegar það verður að stöðva meðan DeBakey sker i það með hnif sinum. DeBakey beinir ni hnif sinum að þessu starfandi liffæri i fyrsta skipti. Hann dregur örmjóa, grunna linu þvert yfir yfirborð þess hægra megin, þannig að sú fyrsta af þrem sjúkum slagæðum i hjarta hennar kemur i ljós þar sem hún bugðast eins og kræklótt rót i gegnum hjartavöðvann. Mjög fullkomnar röntgenmyndir, sem eru kallaðar slagæðamyndir, hafa sýnt, að allar þrjár af helztu hjarta- slagæðunum hafa þrengzt hættulega mikið, svo að um þær kemst aðeins litill blóðstraumur i stað þess striða straums, sem hjartavöðvinn þarfnast. Frú Kelley hefur þess vegna oft fundið til sárra verkja, hinnar svoköliuðu hjartakveisu, siðustu niu árin. DeBakey ætlar að taka þrjá búta úr æðinni, sem dr. Mattox fjarlægði úr fót frú Kelleys, og skeyta þeim við slagæðarnar þrjár i hjarta hennar, þannig að blóðið komist fram hjá hinum sjúka hluta þeirra. Það er ekki auðvelt að vinna við aðgerð á kransslagæð meðan hjartað slær. Það er likt og að kryfja iðandi snák á borði, sem titrar i sifellu. En hendur skurðlæknisins eru svo styrkar. að betfa virðist auðvelt 37 I gjörgæzludeildinni. viðfangsefni. Hann lokar fyrir slagæðina með klemmu, ristir örfinan skurð langsum og lengir siðan skurðinn með fingerðum skærum, þangað til opið er orðið svipað og litið hnappagat. Næst gripur hann með löngum töngum um bogna nál, sem er ekki stærri en augnahár, og þræðir polypropylenþráð á þykkt við klofið hár i gegnum endann á litla skurðinum. Mattox heldur i lausa enda skurð- þráðarins, meðan DeBakey tekur við æðinni af Ellen Morris hjúkrunarkonu. DeBakey sniður leiftursnöggt af enda æðarinnar með skærum, svo að hún hæfi „hnappagatinu” á kransslagæð frú Kelleys. Siðan stingur hann i gegnum æðina með örþunnu nálinni og dregur hana að opinu með næfurþunna þræðinum. Hann stingur 30 jöfn spor i flýti allt i kringum æðina og gætir þess að hafa alltaf sömu þensluna á þræðinum. Það er likast þvi sem þráðurinn hafi verið þræddur i æðina með sérstaklega fingerðri vél, svo fullkominni, að hún gæti saumað saman tvo hola fiflaleggi. Nú sker DeBakey afganginn af æðinni og býr sig undir að græða nýskorna endann við hina miklu hjartaslagæð, sem flytur blóðið út til likamans, eins og hann græddi hinn enda æðarinnar við kransslagæðina. Hann endurtekur hinn geysilega vandasama „saumaskap”. Hann hefur lokið honum að sjö minútum liðnum. Hin hreina, nýja slagæð er nú oröin þrútin af blóði og dælir þvi hindrunarlaust frá miklu hjarta- slagæðinni yfir i hægri hluta hjarta- vöðva frú Kelleys. Þegar DeBakey hefur gengiö úr skugga um, að hjartadælurnar séu i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.