Úrval - 01.09.1972, Side 76

Úrval - 01.09.1972, Side 76
74 aö þessar fyrstu aövaranir breytist i allsherjar neyöarkall. aö fulltrúar 130 rikja innan Sameinuöu þjóðanna komu saman til fundar i Stokkhólmi nú I sumar. Þessi ráðstefna Sameinuðu þjóöanna um umhverfismálin var fyrsta heimsráðstefnan um þessi mál. Einhver verður ef til vill hissa á þvi að undir eðlilegum kringumstæðum berast I heimshöfin um 200 þúsund lestir af fosfór árlega. Nú berast I heimshöfin eða er dælt I þau 6,5 milljónum lesta af fosfór á ári. Þetta magn kemur bæði frá verksmiðjum og úr tilbúnum áburði. sem borinn er á akra og eugi. Milljón lestir af ollu hafna árlega I höfunum. Þessi olía kemur frá olluskipum og öðrum skipum, og er þá ekki meðtalið það magn ollumengunar sem kemur frá olluborunum á sjó, en sltk olluvinnsla fer nú ört vaxandi. Ár og fljót flytja nú 2,5 milljónir lesta af blýi árlega í heimshöfin, þetta er þrettán sinnum meira magn en berast mundi ef náttúran væri einráð. I höfin berast nú árlega fimm þúsund lestir af kvikasilfri, sem umbreytist I banvænt methyl-kvikasilfur, sem eykst að magni og styrkleika eftir þvi sem það bergt ofar I lifskeðjunni. Þótt mengun sé eins og er, fyrst og fremst frá iönaðarþjóðunum runnin, þá hefur mengunin á einn eöa annan hátt áhrif á öll lönd, meira að segja strjálbýl strandrlki i hitabeltinu, þar sem dýra og jurtalif er sérstaklega næmt fyrir mengun. Enn er það mönnum að miklu leyti hulin- gáta hvernig hin náttúrulega hreinsun, sem höfin framkvæma, á sér stað. Einnig er margt hulið um eðli og upptök hafstraumanna. En -þótt þekking okkar sé glopótt þá geta allir verið sammála um að taka undir þau orð U Thants, fyrrverandi aðal- framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna, að ..það er að verða augljóst, að ef svo heldur sem horfir, þá kann framtlð lifs á jörðinni að vera I hættu”. Það sem þarf til að stemma stigu við menguninni er I flestum tilvikum að stemma á að ósi, það er að segja að koma I veg fyrir að hættuleg eða skaðleg úrgangsefni berist frá verksmiðjum I fljót, sem flytja úrganginn siðan til sjávar. Með öðrum oröum það þarf eftirlit meö einstökum iðngreinum og verksmiðjum, og sumstaðar I iðnaðarrikjunum er þetta eftirlit þegar komið á legg. En þar sem allt þetta endar aö lokum i hafinu, - Rlnarfljót eitt flytur fram árlega 60 milljónir lesta af skólpi og öðrum miður æskilegum efnum, - þá verður að setja alþjóðareglur.þarsemákveðið er hve mikiö af mengunarefnum megi vera I vatnsföllum af ákveðinni stærð, þannig að ekki hljótist skaði af. Þá verða menn og að skiptast á skoðunum og hugmyndum um hvernig bezt megi koma i veg fyrir mengunina I verksmiðjum, þar sem hún skapast. Þá ber að stefna að þvl, að enn fleiri þjóðir, sem búa við sömu höf komi sér saman um aðgerðir gegn mengun. Stungið hefur veriö upp á þvi ao geia árlega út einskonar mengunarkort, þar sem væri að finna upplýsingar um dýra- og jurtalif á svæðum þar sem mengun er mikil, eða þar sem mengun er likleg til að fara vaxandi, og upp- lýsingar um áhrif mengunar á dýr og jurtir og annað lif. •Þetta var I fyrsta skipti i sögunni, sem þjóðir heims koma saman á vettvangi Sameinuðu þjóöanna til að ráðast til atlögu við vandamál, sem að likindum á eftir að vera fylgifiskur fjölgandi mannkyns meðan þróunin heldur áfram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.