Úrval - 01.09.1972, Page 108

Úrval - 01.09.1972, Page 108
106 ÚRVAL þessa gamla timburhúss. (I marz 1972 var breytt um aðvörunarkerfi i Bronxhverfinu og tekið upp raddkerfi. Samkvæmt þvi kerfi eru allir elds- voðar tilkynntir af aðalskrifstofu til hinna ýmsu stöðva með kallkerfi, og þaðan er einnig stjórnað útsendingu bifreiða, tækja og manna). Og slökk- viliðssveit númer 82 var send af stað eftir annað brunakallið. Við gátum séð rauðan bjarma á himni, þegar við héldum frá slökkviliðsstöðinni. Og við vissum, að við yrðum nokkuð lengi i burtu i þetta skipti. Ég get hvergi fundið hlýtt anddyri. Þau eru öll köld. É- 'eng aftur að byggingunni, sem stenúur beint á móti brennandi húsinu. Nokkrir slökkvi- liðsmenn úr öðrum sveitum eru þarna i sömu erindagerðum og ég. Þeir hima þarna i anddyrinu. Stund- um ganga þeir fram og aftur eða hoppa og berja sér til þess að halda á sérhita. Það er of kalt til þess að sitja á gólfinu og hvila sig. „Slæm nótt, Dennis, slæm nótt!” segir maður úr sveit númer 2, um leið ag hann fer úr gúmkápunni sinni. Hún er stiffrosin eins og kápur okkar hinna og stenduróstudd upp við vegginn, þar sem hann hefur lagt hana frá sér. Það hvarflar að mér sú hugsun, að á öðrum stöðum, kannske i öörum bæjum, þar sem eldsvoðar eru sjaldgæfir og spennandi, yrðu hurðir opnaðar i ýmsum ibúðum við götuna og fólkið kæmi með kaffi og kex og byði slökkviliðsmönnunum og fólki úr brennandi húsinu inn i hlýjuna. En við erum staddir i New Yorkborg, þar sem fólk hefur stundum jafnvel ekki fyrir þvi að komast að þvi, hvað nágrann- arnir heita. Ég hvili mig dálitla stund og geng siðan aftur að brennandi húsinu. Benny Carroll beinir nú vatns- flaumnum að þakinu. Grýlukertin, sem hanga niður úr hjálminum hans, lita út eins og dúskar á skrautlegum pappahatti. Vöðvarnir I andliti hans eru strengdir og æðarnar á hálsinum úttútnaðar. Vindurinn er nú orðinn mjög hvass, og vatnið úr slöngunum ýrist yfir okkur eins og litlar gleragnir. Benny biður um, að hann sé leystur af og Willy Knipps gengur til hans til þess að taka við slöngunni. Ég tek mér stööu bak við tvo aðra menn, grip slönguna af öllu minu afli, enda er hún hálfur þriðji þumlungur þvermál, og ýti henni fram á við til þess að létta á þrýstingnum. Þaö heyrist geysilegt brak og brestir, og loftið framundan og uppi yfir okkur verður aftur eitt eldhaf. Nú er sfðasti hluti þaksins fallinn, og þvi hefur eldurinn nú loánað úr böndum þeim, sem þakið batt hann i. Hann mun samt ekki lifa lengi úr þessu. öllum slöngum hringinn i kringum húsið er nú beint að þakinu. Eldurinn dökknar fljótlega og deyfist, og við vitum, að nú verður þessu bráðlega lokiö. Sveitarstjórinn skipar okkur að ná i grennri slöngu, sem er aðeins 1 3/4 þumlungur I þverrna;, og fara með hana upp á efstu hæð. Við byrjum að fikra okkur upp stigana og förum fram úr sveitunum, sem eru að vinna að slökkvistörfum á þriðju hæð. Við drögum slönguna á eftir okkur upp á fjórðu hæð. Þar er enn heilmikill eldur, en hann er falinn undir þakinu og loftinu, sem fallið hefur niður. Það er mikill reykur núna. Það rennur slöðugt úr nefinu á okkur, og við verðum að vera niðurlútir til þess að vernda vit okkar eftir mætti. Hitinn og reykurinn stigur upp á við, svo að slökkviliðsmenn halda sig yfirleitt eins nálægt gólfinu og unnt er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.