Úrval - 01.09.1972, Page 117

Úrval - 01.09.1972, Page 117
SLÖKKVILIÐSSVEIT NR. 82 115 viö erum nýkomnir frá. Hann var I leiguhjalli viö Refsstræti. Hjallur þessi hafði nýlega verið rýmdur. Og hitinn hafði haft þau áhrif á ruslhrúguna, sem var á miðju gólfi I aðalanddyrinu, að ólyktin af henni var megnari en ég hafði nokkru sinni komizt I tæri við. Ég gat ekki haldiö niðri I mér andanum nógu lengi, meðan ég klöngraðist yfir hana og dró slönguna á eftir mér. ólyktin hafði þau áhrif á mig, að ég fann til ofboðslegrar velgju. Eldurinn var á fimmtu hæð og var auðveldur viöfangs. Okkur tókst fljótlega að slökkva hann. Ólyktin af ruslinu steig upp stigana, og það var ekki unnt að komast undan henni á leiðinni niður. Ég fann til einkennilegrar frelsiskenndar, þegar ég kom út á götuna. Það var eins og mér hefði verið sleppt lausum eftir margra ára fangelsisvist. Ég stóð þarna fyrir framan húsið og vissi ekki, hvert ég ætti að fara eða hvað ég ætti aö gera, en samt fann ég til ofboðslegs léttis yfir þvl, að ég var ekki lengur i húsinu. Mér fannst leika um mig hressandi svali i heitu, mollulegu loftinu á Refsstræti. Ég sat á aurbretti á ónýtum bil og beið eftir skipun um aö vefja slönguna upp aftur, þegar ég kom auga á Elenu R. Hún kom gangandi hægt i áttina til min. Það voru liðin nokkur ár, síðan ég hafði séð hana, en ég þekkti andlit hennar. Hún hafði gallaiausa dökk- brúna húð og fingerða beinabyggingu eins og hefðarkona. En augu hennar ljómuðu ekki sem fyrrum. Eiturlyfja- áhrifin gerðu það að verkum, að augnalokin sigu niður. Aður höfðu þau ljómað af hamingju, en nú var allt slikt á bak og burt. Hún var I stuttu, hvitu nylonpilsi, sem var eins og limt á henni, og i þunnri, rauðri blússu,, sem féll þétt aö brjóstum hennar. A öörum tima og öðrum stöðum hefði fólk sagt, að hún væri aö verða mjög glæsileg, ung kona. Hið eina, sem var ekki fallegt viö hana, voru augun og handleggirnir, sem voru þaktir stungum eftir eiturlyfjanálar. „Denise, Denise!” kallaði hún. Hún bar nafnið mitt fram með spænskum hreim. „Hvernig hefurðu það?” Rödd hennar var lífvana, og það var likt og hún drægi seiminn. En hún virtist vera hin ánægðasta. „Mikið er gaman að sjá þig aftur!” Hún strauk sitt, svart hárið frá andlitinu og lagði höndina á handlegg mér á einfaldan og yndislegan hátt. Elena R. er 18 ára gömul. Hún er frá Puerto Rico og kom hingað til Bandarikjanna meo móður sinni, þrem systrum og fjórum bræðrum, þegar hún var 6 ára. Hún fer á fætur klukkan 11 á morgnana, leitar að sinum „manni” og fær hjá honum skammt. Heroiniö kemur henni i jafnvægi aftur, og hún fær svolitia matarlyst. Þá fer hún til verzlun- arinnar hans Amillios og fær sér morgunverð, þ.e. Pepsi-cola og nokkrarkökur. Svo fer hún aftur heim til sin og horfir á framhaldsleikritin i sjónvarpinu og smádottar. Svo byrjar vinnudagur hennar. Elena er fimm dollara mella, og upp á siðkastið hefur hún neyðzt til þess að selja sig fyrir fjóra dollapa. Þaö eru erfiöir tlmar. Jafnvel meLurnar finna fyrir áhrifunum. Við töluðum ekki lengi saman, en hönd hennar hvildi stöðugt á handlegg mér, meðan hún staldraði við þarna. Hún sagði mér, að hún leigöi ibúð ásamt tveim öðrum stúlkum og ætti önnur þeirra fjögur börn, sem væru þar lika. Sú kona var á bænum. Hún sagði mér lfka, að hún hefði reynt aö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.