Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 40
en Jórunn 1904. Síðustu æviárin dvaldi hún hjá þeim mætu hjón-
um séra Jens Pálssyni í Görðum á Álftanesi og konu hans Guð-
rúnu Pétursdóttur.
2. Erlendur, f. 11. marz 1843, d. 10. desember 1850.
3. Hjörtur, f. 29. sept. 1845, d. 12. marz 1921, bóndi og smiður í
Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, kvæntur Guðbjörgu Gunnars-
dóttur frá Kirkjubæ. Börn þeirra fjögur: Elín, gift Birni Guð-
mundssyni frá Rauðnefsstöðum; Ingigerður, gift Bergi Jónssyni frá
Hólmum, bjuggu á Helgastöðum á Skeiðum; Sigríður, kennari í
Reykjavík og Oddgeir, rafvirki í Vestmannaeyjum, kv. Ástu Ólafs-
dóttur, Jenssonar frá Veðraá í Önundarfirði. Sigríður er ein á
iífi þeirra systkina.
4. Páll, fæddur 10. janúar 1847, dó ungur.
5. Pinnur, f. 6. júlí 1848, d. 24. júní 1882. Ókvæntur, en átti eina
dóttur með Kristínu Jónsdóttur, smiðs á Álftanesi, ívarssonar:
Finnbjörgu, f. 1882, d. 1936, ógift og barnlaus.
6. Guðrún, f. 16. nóv. 1849, d. um 1890, gift Guðfinni bónda í
Arnarstaðakoti í Flóa, Þorvarðssyni frá Stóra-Klofa. Börn þeirra:
Guðrún, Guðmundur og Elín, dóu öll um ársgömul. Til aldurs
komust synir þeirra tveir: Yngvi, sem lengst af bjó á Raufarhöfn,
völundarsmiður kallaður og Guðmundur héraðslæknir og augn-
læknir í Rvík. um skeið, þingm. Rangæinga eitt kjörtímabil.
7. Erlendur, f. 1. ágúst 1852, d. 20. maí 1907. Erlendur var smið-
ur góður, léku honum flest verk í hendi. Hann var barnakennari
á Miðnesi nokkur ár, en frá 1890 kennari í Grindavík. Var for-
ystumaður góðtemplara í Grindavík. Samdi leikrit (ópr.) og sitt-
hvað fleira. Kona Erlends var Lisbet Guðmundsdóttir frá Brekk-
um í Holtum. Börn þeirra tvö: Guðmundur, formaður í Grinda-
vík, drukknaði 1934, kvæntur Jóhönnu Árnadóttur frá Grindavík,
og Marólína, gift Sigurði Halldórssyni verkstjóra í Reykjavík. -
Son átti Erlendur, áður en hann kvæntist, með Sigríði Sigurðar-
dóttur í Rafnhúsum í Grindavík: Sigurð, sem var kunnur for-
maður í Keflavík um langt skeið. - Barn Erlends með Þórönnu
Hreiðarsdóttir frá Hvammi, var Ingunn Hreiðarsína, dó ungbarn.
8. Ingveldur, fædd 22. nóvember 1853, dáin sama ár.
9. ]ón, f. 8. febr. 1855, d. 18. nóv. 1911, kv. Sigríði Sigurðardóttur
38
Goðasteinn